Hjukrun.is-print-version

7. fundur (aukafundur) stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfstímabilið 2011 – 2012

RSSfréttir
31. janúar 2012

þriðjudaginn 31. janúar 2012 kl. 11:00

Mættir

Elsa B. Friðfinnsdóttir, Fjóla Ingimundardóttir, Gunnar Helgason,  Ingibjörg Þórisdóttir,  Stella Hrafnkelsdóttir,  Sigríður Kristinsdóttir,  Svanhildur Jónsdóttir, Hildur Einarsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Aðalheiður D. Matthíasdóttir, Herdís Gunnarsdóttir, Margrét Blöndal, Björk Elva Jónasdóttir og Kristín Thorberg í síma.

Boðuð forföll

Ragnheiður Gunnarsdóttir, Jóhanna Oddsdóttir og Áslaug Birna Ólafsdóttir.

Til afgreiðslu

1.           Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

Til umræðu

2.           Tillaga frá lagahópi stjórnar Fíh um breytingar á lögum félagsins.

Fyrir fundinn liggja tillögur lagahóps Fíh um breytingar á lögum félagsins, einnig lagði Gunnar Helgason fram tillögur um lagabreytingar.

Til umræðu voru breytingar á ýmsum greinum laganna.

Frá lagahóp voru tillögur um breytingar á 3 grein um aðild að félaginu, 6 grein um brottvikningu, um 7 grein, heiðursfélagar, 10 grein, um hjúkrunarþing.

Frá Gunnari komu fram tillögur um breytingar á 1 grein, nafni félagsins, á 3 grein um aðild að félaginu, á 10 grein um hjúkrunarþing, um 11 grein varðandi skipulag stjórnar, og á 12 grein til samræmis við breytingar í 11 grein, á 13 grein varðandi framboð til formanns, 14 grein bætt in ákvæði varðandi formann, 15 grein varðandi svæðisdeildir og 36 grein um rafræna atkvæðagreiðslu.

Miklar umræður voru um tillögurnar.

Samþykktir;

Viðbót Gunnars við 3 grein um að þeir hjúkrunarfræðinemar sem greitt er fyrir í félagið, sem þiggja laun samkvæmt kjarasamningi sem félagið hefur gert fyrir þeirra hönd og eru með aukaaðild að félaginu, fái að greiða atkvæði um kjarasamning.

Klásúlan í 3 grein sem um ræðir var;

Rétt til aukaaðildar að félaginu eiga nemendur í hjúkrunarfræði sem lokið hafa fyrsta námsári í greininni við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri eða annan viðurkenndan háskóla

Og verður svohljóðandi;  

Rétt til aukaaðildar að félaginu eiga nemendur í hjúkrunarfræði sem lokið hafa fyrsta námsári í greininni við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri eða annan viðurkenndan háskóla. Nemendur í hjúkrunarfræði sem þiggja laun skv. Kjarasamningi sem félagið hefur gert fyrir þeirra hönd hafa rétt á að greiða atkvæði um viðkomandi kjarasamning.

10 gr. Hjúkrunarþing

Var;

Á hjúkrunarþingi skal fjallað um fagleg málefni hjúkrunar og skal slíkt þing haldið að jafnaði annað hvert ár.

Verður;

Á hjúkrunarþingi skal fjallað um fagleg og stefnumótandi viðfangsefni hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustu, skal slíkt þing haldið að jafnaði annað hvert ár. 

Miklar umræður urðu um þær tillögur sem lagðar voru fram og voru ekki samþykktar fleiri breytingar tillögur. Sumar af tillögunum s.s. varðandi nafn félagsins munu væntanlega fá umfjöllun í tengslum við önnur verkefni sem eru að fara í gang innan félagsins, s.s. varðandi ímynd félagsins.

Varðandi tillögur um breytingar á 3 gr. um heiðursfélaga var lagt til að gert yrði gæðaskjal um tilnefningar heiðursfélaga.

Tillögur um breytingar á stjórn sem Gunnar setti fram fengu góða umræðu. Stjórnin hefur starfað í núverandi mynd í 3 ár eða frá því  að ný lög félagsins tóku gildi og var tilgangur með þessu fyrirkomulagi að efla lýðræðið innan félagsins. Ákveðið að leggja tillöguna til hliðar að sinni og gefa fyrirkomulaginu lengra tækifæri til að sanna sig. Lagt er til að frá og með ársbyrjun 2013 verði skipaður stór hópur fólks sem fær það hlutverk að endurskoða lög félagsins. Tillögur um breytingar skuli liggja fyrir í maí 2014 og verða lagðar fyrir aðalfund 2015.

Stjórnin leggur einnig til að farið verði í endurskoðun á starfsreglum stjórnar . Skipaður var fjögurra manna hópur í það hlutverk. Hópinn skipa, Hildur Einarsdóttir formaður, Kristín Thorberg, Sigríður Kristinsdóttir og Stella Hrafnkelsdóttir.

Fundi slitið kl. 13:45

Þórunn Sævarsdóttir, ritari stjórnar Fíh.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála