Hjukrun.is-print-version

2. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfstímabilið 2012 – 2013

RSSfréttir
28. ágúst 2012

                                                                                           

 

þriðjudaginn 28.ágúst 2012 kl. 11:00

Mættir

Elsa B. Friðfinnsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Fjóla Ingimundardóttir,  Gunnar Helgason, Björk Elva Jónasdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Jóhanna Oddsdóttir, Margrét Blöndal, Arndís Jónsdóttir, Eva Hjörtína Ólafsdóttir,  Hrönn Hákansson, Hlíf Guðmundsdóttir, Jónína Sigurgeirsdóttir, Jóhanna Kristófersdóttir og fundarritari Sigríður Kristinsdóttir,

Boðuð forföll

Aðalheiður D. Matthíasdóttir og Kristín Thorberg

Til afgreiðslu

1.     Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt án athugasemda

2.     Framboð til varaformennsku og/eða stjórnar EFN (tvö sæti).

Fíh hefur haft stjórnarsetu í EFN sem markmið undanfarin ár og býður Herdís Gunnarsdóttir sig fram sem aðalmaður í stjórn EFN sem fulltrúi stjórnar FÍH.

Til umræðu

3. Umsögn um drög að reglugerð um menntun, réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi.

Formaður kynnti fyrstu niðurstöður vinnuhóps sem skipaður var til að fjalla um drögin en í honum sátu auk formanns, sviðstjóri fagsviðs, fulltrúar úr hjúkrunarráði og fulltrúi félagsins í nefnd um endurskoðun á gildandi reglugerð um veitingu sérfræðileyfa í hjúkrun. Eftir umræður var Elsu falið að vinna að umsögninni áfram og skila inn athugasemdum fyrir 15.sept nk.

4.  Fyrirhugaðar breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna.

Herdís og Ragnheiður, fulltrúar stjórnar Fíh í stjórn LH, höfðu framsögu um málið. Þær lögðu áherslu á að í umræðunni um breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna megi ekki gleyma því að þegar talað er um skuldbindingar ríkisins vegna LSR og LH þá er verið að tala um réttindi þess fólks sem starfað hefur í opinberri þjónustu á undanförnum áratugum og er langstærstur hluti hjúkrunarfræðinga í þeim hópi. Lífeyrisrétturinn hefur verið órjúfanlegur hluti af heildarkjörum þeirra og launin hafa oft á tíðum verið lægri en ella vegna góðra lífeyrisréttinda. Skuldbindingar eða skuld ríkisins eru því áunnin réttindi tugþúsunda einstaklinga og þær eiga að koma til greiðslu á næstu áratugum.

Ákveðið að senda út yfirlýsingu til fjölmiðla um málefnið og hvernig það snýr að hjúkrunarfræðingum.

5.  Ímynd, áhrif og kjör hjúkrunarfræðinga – næstu skref.

Formaður lagði til að áfram yrði unnið að verkefninu „Ímynd, áhrif og kjör hjúkrunarfræðinga“ út frá niðurstöðum starfshópa sl. vor. Samþykkt var að vinna verkefnið áfram í samvinnu við Þórð Víking Friðgeirsson.

6. Tekjur hjúkrunarfræðinga skv. tekjublöðum.

Fróðlegt er að sjá tekjur hjúkrunarfræðinga skv. tekjublöðum og þar sést m.a. að hjúkrunarforstjórar/framkvæmdastjórar eru varla hálfdrættingar á við lækningaforstjóra á mörgum heilbrigðisstofnunum. Hinn almenni hjúkrunarfræðingur kemst ekki á blað.

Stjórn ræddi ýmsar staðreyndir þessu tengdar, hvaða upplýsinga rétt væri að afla og hvað hægt væri að gera til að hækka laun hjúkrunarfræðinga?

7. Útfararstyrkir.

Félaginu hafa undanfarið borist fyrirspurnir varðandi útfararstyrki vegna útfara hjúkrunarfræðinga sem komnir eru á lífeyri. Umræður urðu um málið en ákvörðun frestað.

Til kynningar

Önnur mál

Elsa sagði frá fundum sem hún fór á með HÍ og HA vegna endurskoðunar á námskrá hjúkrunarfræðideildanna

Fundir slitið kl. 14:30 Sigríður Kristinsdóttir, ritari stjórnar Fíh.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála