þriðjudaginn 11. desember 2012 kl. 11:00
Mættir
Elsa B. Friðfinnsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Kristín Thorberg, Gunnar Helgason, Björk Elva Jónasdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Jóhanna Oddsdóttir, Fjóla Ingimundardóttir, Aðalheiður D. Matthíasdóttir, Arndís Jónsdóttir, Eva Hjörtína Ólafsdóttir, Hrönn Hákansson, Hlíf Guðmundsdóttir, Jónína Sigurgeirsdóttir, Jóhanna Kristófersdóttir, Herdís Gunnarsdóttir og fundarritari Sigríður Kristinsdóttir.
Boðuð forföll: Margrét Blöndal, Guðbjörg Pálsdóttir
Til afgreiðslu:
1. Fundargerð síðasta fundar.
Samþykkt
2. Skipun í stjórn B-hluta Vísindasjóðs Fíh.
Stjórn sjóðsins skal skipuð fjórum fulltrúum til tveggja ára í senn. Í stjórn sitja einn úr stjórn Fíh, sviðstjóri fagsviðs Fíh og tveir fulltrúar skipaðir af stjórn félagsins. Stjórn vísindasjóðs var síðast skipuð á fundi stjórnar Fíh 7. júní 2011. Lagt til að eftirtaldir verði skipaðir í stjórn sjóðsins til næstu tveggja ára:
Dr. Auðna Ágústsdóttir, hjúkrunarfræðingur, formaður
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, sviðstjóri fagsviðs Fíh
Guðbjörg Guðmundsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun
Hlíf Guðmundsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun
Samþykkt
3. Skipun í siðaráð Fíh.
Umræður og frestað til næsta fundar. Ákveðið var að stjórnarmenn sendu inn tillögur, á verkefnavef stjórnar, um einstaklinga í siðaráðið. Nýtt merki fagdeildar lungnahjúkrunarfræðinga.
Breytt merki fagdeildarinnar lagt fram. Staðfest af stjórn.
Til umræðu:
4. Stofnanasamningar – uppsagnir hjúkrunarfræðinga.
Eva Hjörtína hefur framsögu um stofnanasaminga á LSH. Margir fundir hafa verið haldnir og enn eru viðræður í gangi. Staðan er viðkvæm í ljósi þess að yfir 250 af tæplega 1400 hjúkrunarfræðingum á LSH hafa sagt starfi sínu lausu frá og með 1. mars nk.
5. Tillaga að breytingum á úthlutunarreglum styrktar- og sjúkrasjóða.
Miðað við óbreyttar úthlutunarreglur munu þessir sjóðir halda áfram að safna skuldum við aðra sjóði félagsins. Síðastliðið vor voru samþykktar breytingar á úthlutunarreglum til þess að minnka útstreymi úr sjóðunum en þær breytingar eru ekki að skila tilætluðum árangri. Stjórn SS leggur til breytingar á úthlutunarreglum og einnig áætlun um niðurgreiðslu skulda við sjóði félagsins. Nokkra þætti þarf að athuga betur áður en hægt er að leggja fram endanlegar tillögur.
6. Ímynd, áhrif og kjör hjúkrunarfræðinga – staða verkefnis.
Elsa kynnti stöðu verkefnisins og lagði fram flæðirit sem sýnir innviði/skipulag félgsins og er m.a. hafin vinna meðal starfsmanna félagsins (skrifstofu) í samræmi við þær hugmyndir sem komu fram í þessu verkefni.
7. Umsókn félagsmanns um styrk vegna lögfræðikostnaðar.
Fært í trúnaðarbók.
Til kynningar:
8. SSN fundur.
Stjórn SSN ákvað á fundi í nóvember að hætta útgáfu tímaritsins og vefmiðilsins Vard í Norden.
9. Formannskjör.
Frestur til að bjóða sig fram til formanns Fíh er út janúar 2013. Kynningar á frambjóðendum fara fram í febrúar og síðan kosning í mars 2013. Fréttatilkynning kemur á heimasíðu Fíh hjúkrun.is Ákveðið að beina til kjörnefndar að vísa til starfsreglna stjórnar og starfslýsingu formanns í endurnýjaðri auglýsingu í janúar.
10. Ályktun NSSK.
Norræna nemafélagið (Nordiske Sykeplejerstudenters Kontaktforum (NSSK)) sendi frá sér ályktun sem snýr að aðkomu nema að stjórnum aðildarfélaga SSN.
11. Önnur mál.
Hjúkrunarþing.
Niðurstöður hjúkrunarþings voru ræddar og hvað ætti að gera við þær ályktanir sem þar komu fram og hvort ekki ætti að gera eitthvað meira með þær. Fram kom að framkvæmdaráð hefði falið sviðstjóra fagsviðs að undirbúa, í samstarfi við fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga, skipun tveggja starfshópa varðandi menntun hjúkrunarfræðinga sem starfa í heilsugæslu og varðandi eflingu hjúkrunarþjónustu heilsugæslunnar.
Fundi lauk kl. 15:02
Sigríður Kristinsdóttir, ritari stjórnar Fíh.