Hjukrun.is-print-version

6. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfstímabilið 2012 – 2013

RSSfréttir
22. janúar 2013

þriðjudaginn 22.janúar 2013 kl. 11:00

Mættir

Aðalheiður D. Matthíasdóttir, Arndís Jónsdóttir, Elsa B. Friðfinnsdóttir, Eva Hjörtína Ólafsdóttir, Fjóla Ingimundardóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Helgason, Herdís Gunnarsdóttir (kom kl 13:00) Hlíf Guðmundsdóttir, Hrönn Håkansson, Jóhanna Kristófersdóttir, Jónína Sigurgeirsdóttir, Kristín Thorberg, Margrét Blöndal, Ragnheiður Gunnarsdóttir, og fundarritari Sigríður Kristinsdóttir,

Boðuð forföll

Björk Elva Jónasdóttir, Jóhanna Oddsdóttir

Til afgreiðslu:

1.   Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt.

2.   Breytingar á úthlutunarreglum styrktar- og sjúkrasjóða.

Eins og áður hefur komið fram stendur Sjúkra og styrktarsjóður Fíh illa og ljóst er að gera þarf róttækar breytingar á úthlutunarreglum til að sjóðirnir standi undir sér. Fyrir fundinum liggur tillaga frá stjórn S&S um breytingar á úthlutunarreglum og niðurgreiðslu skulda við vinnudeilu- og félagssjóð. Gunnar fer yfir málin, leggur fram gögn um hvernig hægt er að greiða niður skuldir sjóðanna og hvaða möguleikar eru í stöðunni. Stjórnin kemur með breytingatillögu og er hún  samþykkt með 12 atkvæðum og einn sat hjá.  Bréf verður sent út til félagsmanna þar sem þessar breytingar verða kynntar.

3.   Skipun í siðaráð Fíh.

Stjórn Fíh skipar 7 hjúkrunarfræðinga í siðaráð til tveggja ára í senn, þar af a.m.k.einn með viðurkennt framhaldsnám í siðfræði. Stjórnin tilnefnir einn þeirra sem formann en að öðru leyti skiptir ráðið með sér verkum. Lagt er til að eftirtaldir hjúkrunarfræðingar verði skipaðir í siðaráð Fíh frá janúar 2013 til desember 2014:

Aðalheiður D. Matthíasdóttir, sem jafnframt er skipuð formaður siðaráðs Fíh, Arnrún Halla Arnórsdóttir, Birna Óskarsdóttir, Kristín Sólveig Bjarnadóttir, Linda Þórisdóttir, Lovísa Baldursdóttir og Ragnheiður Alfreðsdóttir.

 

Samþykkt samhljóða.

4.   Tilnefning fulltrúa í vinnuhóp um starfsmannamál í undirbúningi á flutningi á málefnum aldraðra frá ríki til sveitarfélaga.

Helga Atladóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið fulltrúi okkar í þessum hópi en þar sem á að fara fram vinna sem snýr að tilflutningi á réttindum starfsmanna við flutninginn er lagt til að Cecilie B. Björgvinsdóttir, sviðstjóri kjara- og réttindasviðs taki sæti í þessum hópi. Samþykkt af stjórn.

5.   Stuðningur Fíh í formannskjöri ICN.

Stjórn Fíh samþykkir að styðja Judith Schamian frá Kanada.

6.   Endurskoðun samningstíma kjarasamninga Fíh frá 2011.

Ákveðin endurskoðunar ákvæði í okkar kjarasamningi eru tengd kjarasamningum á almennum vinnumarkaði og í ljósi breyttra aðstæðna þar óskar stjórnin eftir því við okkar viðsemjendur að stytta samningstímann um 2 mánuði.

 

Til umræðu:

7.   Fjárhagsáætlun fyrir 2013.

Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri kynnir fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 og þar eru ýmis atriði sem stjórn þarf að taka afstöðu til. Umræður urðu um einstaka liði en endanleg niðurstaða og afgreiðsla fjárhagsáætlunar verður ekki fyrr en á fundi stjórnar 16. apríl.

Undir þessum lið yfirgefur Elsa formaður fundinn þar sem rætt var um launakjör formanns í ljósi þess að formannsskipti eru framundan og það vöknuðu spurningar um hvort þurfi að endurskoða þann lið í starfsreglum stjórnar sem að þessu snýr. Ákveðið er að Gunnar Helgason, Jóhanna Kristófersdóttir og Hrönn Hákansson skipi nefnd sem fer yfir þessi mál. Auk þess var Gunnari og Kristínu Thorberg falið að ræða og endurskoða fjárhagsáætlun vegna erlends samstarfs í samráði við alþjóðafulltrúa.

8.   Stofnanasamningar – uppsagnir hjúkrunarfræðinga

Landspítalinn ákvað að lengja ekki uppsagnarfrest þeirra hjúkrunarfræðinga sem sagt hafa upp en viðræður eru í gangi milli samstarfsnefndar hjúkrunarfræðinga LSH og stjórnenda.

9.   Kjarakönnun 2012.

Cecilie B. Björgvinsdóttir, sviðstjóri kjara- og réttindasviðs kynnir niðurstöður könnunarinnar sem er eins og áður byggð á októberlaunum hjúkrunarfræðinga. Könnunin verður svo kynnt í Tímariti hjúkrunarfræðinga en einnig kom fram ósk frá stjórnarmönnum um að kynna hana líka  á vefsvæði Fíh (hjukrun.is).

10.       Skipurit LSH

Elsa kynnir nýtt skipurit  sem tók gildi á Landspítala 1. janúar 2013. Skipuritið hefur þegar verið staðfest af velferðarráðherra. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu eru stöður framkvæmdastjóra hjúkrunar og framkvæmdastjóra lækninga lögbundnar á öllum heilbrigðisstofnunum, en eru ekki sjáanlegar á nýja skipuritinu heldur  einungis nöfn þeirra einstaklinga sem sitja nú  í þessum stöðum, undir  Vísinda- og þróunarsvið.

Mannauðssviðið er horfið af skipuritinu hjá þessu stærsta fyrirtæki ríkisins, fyrirtæki sem fyrst og fremst byggir á mannauði. Fíh fékk ekki skipuritið til umsagnar frekar en hjúkrunarráð LSH og er það miður. Samþykkt að fela lögmanni félagsins skoðun málsins.

11.       Stofnun laganefndar vegna aðkomu Fíh að dómsmálum félagsmanna.

Frestað til næsta fundar.

12.       Starfshópur vegna endurskoðunar laga Fíh fyrir aðalfund 2014.

Frestað til næsta fundar.

Til kynningar:

13.       Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi.

Reglugerðin hefur ekki enn tekið gildi og frestast gildistaka fram á vorið vegna utanaðkomandi aðstæðna. Formaður og sviðstjóri fagsviðs munu vinna áfram að málinu með starfsmönnum velferðarráðuneytisins.

14.       Áskorun frá MND félaginu á Íslandi.

MND félagið lýsir áhyggjum af því ástandi sem geti skapast á LSH komi til hópuppsagna starfsfólks og skorar á þau Elsu Friðfinnsdóttur, Guðbjart Hannesson og Björn Zoëga, að þau leiti allra leiða til að koma í veg fyrir að hópuppsagnirnar komi til framkvæmda.

15.       Önnur mál.

 

 

 

Fundi lauk kl. 15:30

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála