31.
maí 2013
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, haldinn á Hótel Natura, föstudaginn 31. maí 2013, fagnar því að í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sé tekið fram að bæta eigi árangur á sviði jafnréttismála og vinna gegn kynbundnum launamun. Félagið minnir á að vinna gegn kynbundnum launamun er þegar hafin. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur stjórnvöld til að vinna að aðgerðaráætlun tengdri launamun kynjanna í samráði við stéttarfélög fyrir 1. október 2013 með það að markmiði að hægt verði að útfæra hana við gerð næstu kjarasamninga.