Föstudaginn 7. júní 2013 kl. 13:00
Mættir:
Brynja Dögg Jónsdóttir, Eva Hjörtína Ólafsdóttir, Fjóla Ingimundardóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Helgason, Herdís Gunnarsdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Hrönn Håkansson, Jóhanna Kristófersdóttir, Jónína Sigurgeirsdóttir, Ólafur G. Skúlason, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Svanlaug Guðnadóttir.
Boðuð forföll:
Sigríður S. Kjartansdóttir, Arndís Jónsdóttir.
Til afgreiðslu:
1. Fundargerð síðasta fundar.
Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
2. Kosning varaformanns Fíh, gjaldkera og ritara stjórnar.
Ólafur bað Ragnheiði Gunnarsdóttur að bjóða sig áfram fram til varaformanns Fíh og samþykkti hún það. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum stjórnar.
Gunnar Helgason bauð sig fram til áframhaldandi starfa sem gjaldkeri stjórnar Fíh og var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Guðbjörg Pálsdóttir bauð sig fram sem ritari stjórnar Fíh og var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
3. Fundaráætlun stjórnar og ákvörðun um aðalfund
Ólafur lagði fram eftirfarandi fundaráætlun:
Fundir stjórnar:
Föstudagur 7. júní 2013 kl. 13:00-16:30
Þriðjudaginn 20. ágúst 2013 kl. 11:00-15:00
Þriðjudaginn 1. október 2013 kl. 11:00-15:00
Þriðjudaginn 10. desember 2013 kl. 11:00-15:00
Þriðjudaginn 7. janúar 2014 kl. 11:00-15:00
Þriðjudaginn 25. febrúar 2014 kl. 11:00-15:00
Þriðjudaginn 1. apríl 2014 kl. 11:00-15:00
Þriðjudaginn 6. maí 2014 kl. 11:00-15:00
Aðalfundur:
Mánudaginn 12. maí 2014 kl. 10:00-16:00 – með fyrirvara um breytt tímaplan.
Stjórnin samþykkti áætlunina með öllum greiddum atkvæðum.
4. Breyting á kostnaðarþátttöku EFN á þátttöku fulltrúa Fíh
Herdís Gunnarsdóttir var kosin í framkvæmdastjórn EFN, til tveggja ára, í október 2012 á allsherjarþingi EFN í Lúxemborg. Í janúar var óskað eftir því að Herdís tæki að sér formennsku í nefnd um fagleg málefni (Professional Committee) á vegum samtakanna. Nefndin starfar á allsherjarþingum sem haldin eru tvisvar sinnum á ári (apríl, október) og leiðir Herdís fundi og umræður í þeirri nefnd. Aðildarfélög EFN standa straum að kostnaði við ferðir allra fulltrúa á allsherjarþing, skv. reglum EFN. Haldnir eru framkvæmdastjórnarfundir til undirbúnings fyrir þingið á sama tíma. Að auki eru haldnir framkvæmdastjórnarfundir tvisvar sinnum á ári (janúar, júní) sem EFN greiðir fyrir.
Í kostnaðaráætlun Fíh var gert ráð fyrir 2 fulltrúum félagsins á allsherjarþing, en þá var talið að EFN myndi greiða fyrir ferðir framkvæmdastjórnar. Í apríl 2013 sótti formaður allsherjarþingið auk Herdísar. Í ljósi þess að gert var ráð fyrir að senda tvo aðila frá félaginu á EFN allsherjarþing var borið upp við stjórn að til samþykktar að í október 2012 yrði Herdís annar tveggja fulltrúa Fíh. Stjórn Fíh samþykkti það einróma.
5. Myndun starfshóps fyrir endurskoðun á Tímariti hjúkrunarfræðinga.
Umræður voru um skipun starfshóps í verkefnið. Setja þarf skýr markmið og tilgang með þessari endurskoðun. Stjórnin samþykkir að starfshópur verði stofnaður vegna þessa. Starfshópinn munu skipa og mun hann sjálfur koma sér saman um formann:
Christer Magnússon, ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga
Hlíf Guðmundsdóttir, fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga
Ólafur G. Skúlason, formaður Fíh
Tveir fulltrúar úr ritnefnd Tímarits hjúkrunarfræðinga
6. Myndun starfshóps um endurskoðun á nafni félagsins.
Umræður voru um skipun starfshópsins. Ákveðið og samþykkt var af stjórn að þetta yrði 5 manna nefnd sem skipuð yrði stjórnarmeðlimum Fíh og munu þeir kalla til sín frekari samstarfsaðila eftir þörfum. Nefndina skipa:
Brynja Dögg Jónsdóttir, svæðisdeild Suðurnesja
Fjóla Ingimundardóttir, svæðisdeild Suðurlands
Gunnar Helgason, fagdeild gjörgæsluhjúkrunarfræðinga
Hrönn Håkansson, fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga
Jóhanna Kristófersdóttir, bein kosning á aðalfundi – formaður starfshóps
7. Ráðningasamningur formanns 2013.
Gunnar Helgason, gjaldkeri stjórnar gerði grein fyrir ráðningasamningi formanns sem unninn var af launanefnd stjórnar sem í eiga sæti, gjaldkeri, Hrönn Håkansson og Jóhanna Kristófersdóttir. Rætt um samninginn og hann síðan samþykktur einróma af stjórn. Launanefndin mun undirrita samninginn fyrir hönd stjórnar Fíh.
Til umræðu:
8. Uppsögn verksamnings um vefumsjón vegna www.hjukrun.is
Rætt um uppsögn Esko slf. á verksamning um vefumsjón. Uppsögnin tekur gildi 31. ágúst 2013. Samþykkt er af stjórn að Ólafur G. Skúlason óski eftir því við Esko slf. að samningnum sé framlengt um 2 mánuði.
Jafnframt skipaði stjórn Fíh starfshóp til að skoða frekar þau úrræði og lausnir sem eru í boði varðandi vefumsjón félagsins. Starfshópinn skipa (óskipaður formaður):
Eva Hjörtína Ólafsdóttir, fagdeild um viðbótameðferð í hjúkrun
Sigrún Jóhannesdóttir, svæðisdeild Vesturlands
Svanlaug Guðnadóttir, svæðisdeild Vestfjarða
9. Starfshópur fyrir endurskoðun laga.
Samþykkt var af stjórn Fíh í byrjun árs 2012 að fara í endurskoðun laga félagsins. Jafnframt er þetta verkefni á samþykktri starfsáætlun stjórnar fyrir veturinn 2013-2014. Eftir umræður stjórnar var ákveðið að Ólafur G. Skúlason myndi ræða við Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur sem leiddi vinnuna við síðustu endurskoðun laga og frekari umræða fari fram á næsta stjórnarfundi og á vef stjórnar fram að því.
Til kynningar:
10. Önnur mál.
· Ólafur G. Skúlason hefur pantað tíma hjá velferðarráðherra vegna áherslna í hjúkrun en ekki hefur tíminn verið staðfestur. Ákveðið er að með honum á fundinn fari Aðalbjörg J. Finnbogadóttir sviðsstjóri fagsviðs, Herdís Gunnarsdóttir í stjórn Fíh og Ragnheiður Gunnarsdóttir varaformaður.
· Framkvæmdaráð hefur sent 2 mál fyrir félagsdóm.
o Annars vegar vegna breytinga á skipulögðum bakvöktum. Viljum fá úr því skorið hvort að sömu reglur eigi við um breytingar á þeim eins og á öðrum skipulögðum vöktum.
o Hins vegar vegna greiðslu á fæðisfé þegar matstofa er lokuð.
· Rætt um viðbrögð við nýsamþykktri reglugerð um menntun, réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi. Umræður voru í stjórn sérstaklega um 2. grein í II. Kafla um starfsleyfi.
· Nýtt útlit verður tekið í notkun á vefsvæði stjórnar Fíh á www.basecamp.com þann 10. júní næstkomandi.
Fundi slitið kl. 16:10.
Guðbjörg Pálsdóttir, ritari stjórnar Fíh.