Hjukrun.is-print-version

4. fundur stjórnar Fíh 2013 – 2014

RSSfréttir
10. desember2013

þriðjudagur 10. desember 2013 kl. 11:00-16:00

Mættir:
Arndís Jónsdóttir, Brynja Dögg Jónsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Helgason, Herdís Gunnarsdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Jóhanna Kristófersdóttir, Jónína Sigurgeirsdóttir, Ólafur G. Skúlason, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Svanlaug Guðnadóttir.

Boðuð forföll:
Hrönn Håkansson, Fjóla Ingimundardóttir, Sigríður S. Kjartansdóttir

Gestir:
Jón Aðalbjörn Jónsson, verkefnastjóri og Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri.

Til afgreiðslu:
1. Fundargerð síðasta fundar
• Samþykkt.

2. Starfsreglur stjórnar
• Yfirfarnar og samþykktar.

3. Starfsreglur framkvæmdaráðs
• Yfirfarnar og samþykktar.

Til umræðu:
4. Uppsetning á mínar síður innan vefs
• Umræður um minnisblað alþjóðafulltrúa og verkefnastjóra til formanns um skoðun á hugsanlegu verkefninu mínar síður dags. 12.11.2013. Áætlaður kostnaður er gróflega um 3.000.000 – 7.000.000 kr.
• Jón Aðalbjörn Jónsson verkefnastjóri kom á fund stjórnar og gerði frekari grein fyrir málinu.
• Áætlun Jóns Aðalbjörns samþykkt og ákveðið að fara af stað í verkefnið.

5. Fjárhagsáætlun 2014
a) Nýjustu drög
• Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri gerði grein fyrir rekstraryfirliti 2013 og fjárhagsáætlun fyrir 2014.
• Stjórn Fíh samþykkir að breyta iðgjaldi félagsmanna í 1,2% fáist til þess samþykki aðalfundar 2014. Breytingin tekur þá gildi frá og með 1. júní.

b) Kynning á aðalfundi
• Formaður og fjármálastjóri áttu fund með endurskoðendum. Lögðu þau fram spurningu um hvort nauðsynlegt væri að fá fjárhagsáætlun samþykkta á aðalfundi. Endurskoðendur sögðu það sjaldnast vera þannig. Fjárhagsáætlun væri kynnt á aðalfundi en stjórn bæri ábyrgð að gera hana og fylgja henni eftir. Sé fjárhagsáætlun samþykkt á aðalfundi mætti í raun ekki breyta henni því hún lægi fyrir samþykkt. Því ákveðið að stjórn samþykki fjárhagsáætlun 2014 og hún kynnt á aðalfundi en ekki lögð fram til samþykktar.

6. Hundrað ára afmæli Fíh
• Lagt fram bréf frá Christer Magnussyni ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga varðandi fyrirhugað 100 ára afmæli félaga hjúkrunarfræðinga árið 2019. Lagt er til að skipuð verði undirbúningsnefnd innan stjórnar Fíh.
• Tekið fyrir hjá stjórn Fíh á nýju ári.

7. Styrkir svæðisdeilda
• Lögð voru fram bréf til svæðisdeilda vegna breytinga á styrkveitingum til þeirra frá formanni. Funduðu formaður, gjaldkeri og fjármálastjóri með fulltrúum þeirra 10. desember fyrir stjórnarfund og upplýsti formaður stjórn um umræður fundarins.

Til kynningar:
8. Framkvæmdaráð - fundargerðir og upplýsingar
• Formaður upplýsti stjórn um störf framkvæmdaráðsins. Sem dæmi eru starfsreglur stjórnar og framkvæmdastjórnar sem lagðar voru fyrir fundinn í dag.
• Einnig var stjórn upplýst um verkefnastöðu starfsmanna skrifstofu og þær breytingar sem þar hafa orðið.
• Fundargerðir framkvæmdaráðsins verða settar inn á vefsvæði stjórnar Fíh.
• Framkvæmdaráð leggur til að stjórn Fíh veiti 250.000 kr. til Geðhjálpar í stað þess að senda jólakort. Stjórn Fíh samþykkti það.

9. Vefnefnd – kynning á stöðu mála
• Sigrún Jóhannesdóttir og Svanlaug Guðnadóttir gerðu grein fyrir stöðu verkefnisins (Sigríður K. Kjartansdóttir var fjarverandi). Mikill áhugi fyrir að búa til innri síðu fyrir hjúkrunarfræðinga, hvað eigi heima á ytri og innri síðu og telja að það þurfi starfsmann til að sjá um þetta (að meðaltali 50-60% starf). Þetta myndi einnig fela í sér umsjón með facebook síðu félagsins.
• Áhugi fyrir að hafa síðuna meira lifandi og meiri hvati til að fara inn á síðuna og sækja/skoða efni.

10. Nafnanefnd - kynning
• Jóhanna Kristófersdóttir gerði grein fyrir niðurstöðum könnunar sem gerð var á nafni félagsins. Aðeins tóku 39,94% þátt í könnuninni eða um 1423 félagsmenn.
Af þessum 1423 félagsmönnum kusu 65,8% að breyta nafninu í Hjúkrunarfélag Íslands. Frestur til þátttöku í könnuninni var framlengdur þar sem þáttaka var frekar dræm í fyrra skiptið, 14 % fleiri félagsmenn tóku þátt í seinna skiptið. Af þeim sem svöruðu vildu 62,97% breyta nafni félagsins. Skiptingin er eins og hér segir:
• 24,7% Félag hjúkrunarfræðinga á Íslandi
• 65,8% Hjúkrunarfélag Íslands
• 2,5% Íslenska hjúkrunarfélagið
• 7% Annað ( td hjúkrunarfræðingafélag Íslands, Hjúkrun og fleiri tillögur).
• Stjórn ákveður að fela verkefnastjóra að gera kostnaðargreiningu hve mikið nafnabreyting muni kosta félagið. Að því loknu mun kostnaðargreining verða kynnt á stjórnarfundi þar sem ákvörðun verður tekin með framhaldið.

11. Samstarfsnefnd tímarits og stjórnar
• Gunnar Helgason gerði grein fyrir vinnu hópsins. Haldnir hafa verið 3 fundir þar sem rædd hafa verið ýmis atriði varðandi tímaritið eins og rafræn útgáfa, efnisinnihald og samspil við vefsíðu.
• Vinna hópsins mun halda áfram eftir áramót og verður málið rætt áfram á næsta fundi stjórnar.

12. Laganefnd – kynning á fyrsta áfanga lagabreytinga
• Herdís Gunnarsdóttir kynnti fyrsta áfangann.
• Umræður voru í stjórn og ákveðið að laganefndin haldi áfram störfum við undirbúning lagabreytinga.

Til kynningar:
13. Frá Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga
• Ragnheiður Gunnarsdóttir, fulltrúi Fíh í stjórn LH upplýsti að fram hefði komið á fundi stjórnar lífeyrissjóðsins að vanhöld væru á að fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu stæðu skil á greiðslum hjúkrunarfræðinga til lífeyrissjóðsins. Ragnheiður óskaði eftir að lífeyrissjóðurinn sendi þeim hjúkrunarfræðingum sem í hlut eiga bréf , sem og framkvæmdastjóra viðkomandi stofnana enda um ólögmætt athæfi að ræða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00
Guðbjörg Pálsdóttir, ritari stjórnar Fíh.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála