þriðjudaginn 1. apríl 2014 kl. 11:00-15:00
Mættir:
Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Helgason, Herdís Gunnarsdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Hrönn Håkansson, Jóhanna Kristófersdóttir, Jónína Sigurgeirsdóttir, Ólafur G. Skúlason, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Svanlaug Guðnadóttir..
Boðuð forföll:
Arndís Jónsdóttir, Fjóla Ingimundardóttir, Sigríður S. Kjartansdóttir.
Gestir:
Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri.
Til afgreiðslu:
1. Fundargerð síðasta fundar
• Samþykkt.
2. Fjárstýring Fíh
• Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið og leggur fram tillögu af hálfu sjóðsstjóra Fíh hjá Íslenskum verðbréfum um breytingu á fjárfestingastefnu Eignasafns A2 í öðrum innlendum skuldabréfum úr 0-30% í 0-40%. Samþykkt af stjórn.
• Undirskriftum allra stjórnarmeðlima aflað vegna umboðs til úttekta á innlánsreikningum Fíh.
3. Erindi frá Vísindasjóði
• Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið.
• Í samræmi við hlutverk sjóðsins leggur stjórn hans til að meginhluti fjármuna á reikningum sjóðsins verði lagður í starfsmenntunarsjóð Fíh en haldið verði eftir 10-15 milljónum sem varasjóð.
• Vísindasjóður á 39 milljónir í eigið fé og fer í 43 milljónir við næsta uppgjör.
• Stjórn ákveður og samþykkir að uppsafnað fé Vísindasjóðs verði greitt út árið 2015 með endurgreiðslu A-hluta Vísindasjóðs og skildar verði eftir 15 milljónir.
4. Lagabreytingar 2014
• Lagahópur stjórnar Fíh kynnti breytingartillögur stjórnar við lög Fíh. Stjórn samþykkti breytingartillögur á lagagreinum 4, 5, 11 og 15. Ákveðið var að bíða með frekari breytingar þar til stefnumótarvinnu er lokið.
• Lögð fram og samþykkt tillaga til lagabreytinga frá stjórn Vísindasjóðs á 24. grein um Vísindasjóð.
5. Starfsemisskýrsla 2013-2014
• Formaður kynnti fyrstu drög að starfsemisskýrslu 2013-2014. Frekari umræða og afgreiðsla fer fram á vefsvæði stjórnar.
6. Starfsáætlun 2014-2015
• Formaður kynnti fyrstu drög að starfsáætlun 2014-2015. Umræður voru í stjórn og fer frekari umræða fram á vefsvæði stjórnar og samþykkt á næsta stjórnarfundi.
Til umræðu:
7. Aðalfundur Fíh
• Aðalfundurinn verður haldinn 9. maí 2014 frá 13-17 í Silfurbergi, Hörpunni og kokteill fyrir fundarmenn að aðalfundi loknum. Formaður greindi frá fyrirkomulagi fundarins.
8. Starfsmannamál
a. Starfslok alþjóðafulltrúa og verkefnastjóra.
b. Afleysing fjármálastjóra
• Þrjár umsóknir bárust vegna afleysingar Sólveigar Stefánsdóttur á meðan hún fer í barnsburðarleyfi. Formaður og fjármálastjóri eru að vinna að þessu máli og tekið verður fyrir á framkvæmdaráðsfundi.
c. Auglýsing vef- og verkefnastjóra.
• Auglýst verður fljótlega eftir vef- og verkefnastjóra. Er í höndum formanns.
Til kynningar:
9. Ráðstefna um sögu læknisfræðinnar
• Framhald frá síðasta stjórnarfundi og veitti formaður frekari upplýsingar. Um er að ræða 6 daga ráðstefnu og hjúkrun hefur ekki áður verið með en fulltrúi hjúkrunar yrði nú með í undirbúningsnefnd. Sviðsstjóri fagsviðs mun fylgja þessu eftir.
10. Kjarasamningar 2014
• Formaður kynnti fyrir stjórn helstu niðurstöður kjarasamninga 2014. Umræður meðal stjórnarmeðlima.
Önnur mál:
11. Sæti svæðisdeilda í stjórn
• Formaður og Sigrún Jóhannesdóttir ræddu hvort skipta megi út fulltrúa svæðisdeildar á kjörtímabilinu. Stjórn samþykkir að stjórn svæðisdeildar Vesturlands skipar nýjan fulltrúa á næsta starfsári..
12. Tillaga um breytingu á 39. grein laga Fíh
• Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri setti fram athugasemd við 39. grein laga Fíh um skuldbindingu í nafni félagsins. Þar kemur fram að stjórn félagsins og formaður geta skuldbundið félagið en réttast væri að meiri hluta stjórnar og formaður hafi þetta vald. Stjórn samþykkir tillöguna um þessa breytingu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:40
Guðbjörg Pálsdóttir, ritari stjórnar Fíh.