29.
október 2014
Miðvikudagur 29. október 2014 kl. 10:15
Mættir:
Arndís Jónsdóttir, Birgir Örn Ólafsson, Brynja Dögg Jónsdóttir, Bylgja Kristófersdóttir, Díana Dröfn Heiðarsdóttir, Fjóla Ingimundardóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Helgason, Guðrún Gyða Ölvisdóttir, Hrönn Håkansson, Jóhanna Kristófersdóttir, Ólafur G. Skúlason, Svanlaug Guðnadóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir og Ragnhildur Rós Indriðadóttir.
Gestir:
Cecilie B.H. Björgvinsdóttir sviðstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh, Christer Magnusson ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga, Þór umbrotsmaður Tímarits hjúkrunarfræðinga, Margrét Jónsdóttir, fjármálastjóri.
Til afgreiðslu:
1. Fundargerð síðasta fundar
Samþykkt.
2. Afhending stjórnargagna.
- Stjórnarmönnum afhentar spjaldtölvur sem nota á til stjórnarfunda skv. ákvörðun stjórnar.
- Markmið með notkun spjaldtölva eru eftirfarandi:
o Auðvelda stjórnarmönnum undirbúning fyrir fundi
o Gera stjórnarmönnum kleift að vera þátttakendur á stjórnarfundum gegnum fjarfund sem þeir geta annars ekki mætt á og auka þar með virkni stjórnarmanna
o Draga úr ferðakostnaði þar sem hægt er að halda stjórnarfundi þar sem meðlimir stjórnar utan af landi geta tekið þátt í fundum gegnum fjarfundarbúnað.
- Spjaldtölvur þessar eru eign Fíh í umsjón stjórnarmeðlima.
Til umræðu:
3. Aðild hjúkrunarnema að félaginu.
- Samkvæmt lögum um stéttarfélög er óljóst hvort að hjúkrunarnemar megi vera meðlimir í stéttarfélagi hjúkrunarfræðinga. Byggir sú skoðun ríkisvaldins á þeim forsendum að háskólapróf í hjúkrun ásamt hjúkrunarleyfi er forsenda þess að vera í Fíh.
- Samninganefnd Fíh hefur ítrekað reynt að fá samningaumboð fyrir nema án árangurs.
- Stjórn Fíh er sammála um að draga úr kostnaði tengdum hjúkrunarnemum og endurskipuleggja starfið með þeim. Samninganefnd mun þó áfram reyna að koma hjúkrunarnemum í kjarasamninga hjúkrunarfræðinga líkt og er að sjá í öðrum stéttarfélögum. Bakpokagjöfum til hjúkrunarnema verður hætt þegar núverandi upplag er uppurið.
- Verið er að skoða verð á nælu til að gefa hjúkrunarfræðingum við útskrift. Kostnaðaráætlun verður lögð fram um leið og tölur liggja fyrir. Hugmyndin er að allir hjúkrunarfræðingar félagsins fengju nælu að gjöf og í framhaldinu allir þeir sem útskrifast eftir það. Þannig eykst sýnileiki hjúkrunarfræðinga við störf.
4. Stefnumótun Fíh.
- Formaður kynnti starf stefnumótunarnefndar.
- Nefndina skipa: Aðalbjörg Finnbogadóttir, Arndís Jónsdóttir, Cecilie B.H. Björgvinsdóttir, Ólafur G. Skúlason og Sigrún Gunnarsdóttir, sem stýrir nefndinni.
- Haldnir hafa verið þrír fundir og er starfið komið þangað að leita þarf skoðana frá félagsmönnum. Markmiðið er að skoða hvað hjúkrunarfræðingar vilji að félagið geri fyrir sig, þ.e.a.s hvert óskafélag hjúkrunarfræðinga sé. Könnun verður gerð meðal hjúkrunarfræðinga á vef Fíh og Facebook.
Tilkynningar
5. Kjarasamningar og launaþróun.
- Cecilie B.H. Björgvinsdóttir sviðstjóri kjarasviðs var með kynningu fyrir stjórn um kjarasamninga og launaþróun.
- Rætt um launaþróun hjúkrunarfræðinga og komandi kjarabaráttu.
Matur 12:00 – 12:30
6. Tímarit hjúkrunarfræðinga - rafræn útgáfa
- Christer Magnusson ritstjóri ásamt Þór umbrotsmanni TH fjallaði um rafræna útgáfu TH.
- Kostir og gallar rafrænnar útgáfu kynntir.
- Ákveðið að fá tilboð í rafræna útgáfu frá Kjarnanum fyrir næsta fund stjórnar.
7. Fjárhagsáætlun- fyrstu drög
- Margrét Jónsdóttir fjármálastjóri kynnti drög að fjárhagsáætlun.
- Útgjöld minni en áætlað var og hagnaður meiri fyrstu 6 mánuði ársins.
- Búið að greiða upp skuldir Styrktarsjóðs.
- Lögð eru fram drög að fjárhagsáætlun 2015 þar sem enn á ný verður reynt að ganga á eigið fé Fíh.
- Stjórn beðin um að skoða fjárhagsáætlunina nánar og koma með athugasemdir fyrir næsta stjórnarfund.
8. Úrsögn úr stjórn
- Herdís Gunnarsdóttur hefur verið ráðin forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og getur því ekki setið áfram í stjórn Fíh. Um hagsmunaárekstra er að ræða þar sem hún er nú í forsvari fyrir stofnun sem er aðili að kjarasamning Fíh við SNR. Stjórn Fíh þakkar Herdísi fyrir samstarfið og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.
- Sigríður S.Kjartansdóttir hefur sagt sig úr stjórn af persónulegum ástæðum. Stjórn Fíh þakkar Sigríði fyrir samstarfið
9. Kosning í framkvæmdaráð Fíh
- Herdís Gunnarsdóttir fulltrúi fagdeildar upplýsingartækni hefur sagt sig úr stjórn og var hún meðlimur framkvæmdaráðs.
- Díana Dröfn Heiðarsdóttir fulltrúi almennra hjúkrunarfræðinga og Guðrún Gyða Ölvisdóttir fulltrúi fagdeildar um viðbótarmeðferð buðu sig fram til setu í framkvæmdaráði.
- Díana hlaut fleiri atkvæði í kosningu stjórnar og tekur því sæti í framkvæmdarráði.
Önnur mál:
10. Umræða um stöðu yfirhjúkrunarfræðinga hjá WHO.
- Hjúkrunarfæðingum í stjórnunarstöðum hefur fækkað innan WHO undanfarin ár.
- Verið er að reyna að fá hjúkrunarfræðinga inn í þessar stöður.
- Formaður ICN hefur biðlað til hjúkrunarfélaga um að fjármagna slíka stöðu innan WHO.
- Formaður fer á fund SSN og heyrir hvað aðildarfélög þar hafa ákveðið varðandi slíka fjármögnun.
11. Ályktun Fíh
1. Landspítali. Samin og send ályktun varðandi álag, aðstæður og húsnæði Landspítala.
2. Ebóla. Samin og send ályktun varðandi mögulega umönnun heilbrigðisstarfsfólk á ebólusjúklingum hvað varðar aðstæður og tryggingarmál.
12. Starfsmenntunarsjóður.
- Farið yfir stöðu starfsmenntunarsjóðs.
- Hratt gengur á eigið fé starfsmenntunarsjóðs.
- Úthlutunarreglum var breytt 1. janúar 2013 í núverandi fyrirkomulag með það að leiðarljósi að ganga á eigið fé. Ljóst var að það var tímabundin breyting.
- Óvenjumikill fjöldi hefur sótt úr sjóðnum og því gengið hraðar á eigið fé en áætlað var.
- Fjármálastjóri, formaður og stjórn sjóðsins fylgjast með stöðunni og sjá hvort ástæða sé til að breyta úthlutunarreglum.
Næsti fundur stjórnar er 2. desember kl. 10:15
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:40
Jóhanna Kristófersdóttir, ritari stjórnar Fíh.