Hjukrun.is-print-version

Umsögn um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins

RSSfréttir
26. nóvember 2014
Reykjavík 26. nóvember 2014


Velferðarnefnd Alþingis.

Efni: Umsögn um þingsályktun um gerð framkvæmdaáætlunar til langs tíma um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, 39. mál.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) fagnar því að þingsályktun hafi verið lögð fram um gerð framkvæmdaráætlunar til langs tíma í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og telur slíka áætlun mjög þarfa.

Fíh vil vekja athygli á framundan er aukin krafa á þjónustu hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu, heimahjúkrun, hjúkrunarheimilum og sjúkrahúsum. Nauðsynlegt er að tryggja framboð á hjúkrunarfræðinga sem þekkingu hafa á sérsviðum hjúkrunar þ.e. á sviði öldrunarhjúkrunar og heimahjúkrun. Auk þess þarf að efla rannsóknir og styrkja fræðimenn á sviðum öldrunarhjúkrunar til náms og rannsókna.

Mikill skortur er framundan á hjúkrunarmenntuðu fagfólki. Fagfélög og ríkisstjórn verða að taka höndum saman um aðgerðir til að fjölga hjúkrunarfræðingum hér á landi til að mæta þeirri auknu þörf sem tíunduð er í greinargerð með umræddri þingsályktun.

Að lokum vill Fíh leggja áherslu á að fagaðilar komi að mótun slíkrar framkvæmdaráætlunar.

Virðingarfyllst,

Ólafur G. Skúlason formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála