Hjukrun.is-print-version

Ályktun stjórnar Fíh vegna undirbúnings mögulegs Ebólu-smits

RSSfréttir
29. nóvember 2014

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) hvetur stjórnvöld að vanda vel til undirbúnings viðbragða við mögulega móttöku sjúklinga með ebólu.

Ebóla er alvarlegur sjúkdómur sem dregur stóran hluta þeirra sem af henni smitast til dauða. Heilbrigðisstarfsmenn, einkum hjúkrunarfræðingar, munu standa í framvarðasveit þegar kemur að meðhöndlun ebólu sjúklinga. Nýjar athuganir á Spáni sýna að af 108 innlitum á stofu ebólu sjúklinga var 102 þeirra sinnt af hjúkrunarfræðingum. Þeir eru því í talsverði hættu á mögulegu smiti séu aðstæður og búnaður ekki fullnægjandi hvað varðar smitgát og varnir.

Hjúkrunarfræðingar hafa þekkingu og færni til að sinna ebólusjúklingum líkt og öðrum sjúklingum. Hins vegar krefst svo flókin hjúkrunarmeðferð sérstakrar þjálfunar þar sem vanda verður til verka. Þjálfun sem þessi er afar kostnaðarsöm og krefst mikils mannafla og tækjabúnaðar. Stjórn Fíh hvetur stjórnvöld til að tryggja Landspítala ásamt öðrum heilbrigðisstofnunum fjármagn til þjálfunar heilbrigðisstarfsmanna, kaupa á nauðsynlegum búnaði og fullnægjandi sjúkdóma- og líftryggingu.

Öryggi heilbrigðisstarfsmanna verður ávallt að vera forgangsatriði í allri þjónustu og skapa þeim aðstæður til að sinna starfi sínu á fullnægjandi hátt. Til þess þarf fjármagn, tíma til þjálfunar og samstillt átak heilbrigðisstarfsmanna, heilbrigðisstofnana og stjórnvalda.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála