Hjukrun.is-print-version

4. fundur stjórnar Fíh 2014 – 2015

RSSfréttir
2. desember2014

þriðjudagur 2. desember 2014 kl. 10:15

Mættir:
Arndís Jónsdóttir, Birgir Örn Ólafsson, Brynja Dögg Jónsdóttir, Bylgja Kristófersdóttir, Díana Dröfn Heiðarsdóttir, Fjóla Ingimundardóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Gyða Ölvisdóttir, Gunnar Helgason, Hrönn Håkanson, Jóhanna Kristófersdóttir, Ólafur G. Skúlason, Ragnheiður Gunnarsdóttir og Ragnhildur Rós Indriðadóttir.

Boðuð forföll:
Svanlaug Guðnadóttir

Til afgreiðslu:



1. Fundargerð síðasta fundar
Samþykkt. 

2. Einstaklingsmál – trúnaðarmál
  • Guðbjörg Pálsdóttir sat hjá í umræðu um þetta mál þar sem hún þekkir til málsaðila. 
  • Formaður og varaformaður sátu hjá í kosningu vegna tengsla. 
Afgreiðsla: Einróma samþykkt að fara ekki með málið fyrir dómstóla.
Formanni verður falið að hafa samband við viðkomandi hjúkrunarfræðing og kynna henni ákvörðun stjórnar

3. Nýjar úthlutunarreglur styrktarsjóðs Fíh
Guðbjörg Pálsdóttir formaður styrktarsjóðs fór yfir núverandi stöðu Styrktarsjóðs.
Afgreiðsla: Nýjar úthlutunarreglur lagðar fyrir stjórn með fyrrvara um að hlutfall og upphæðir sem greiddar eru geti breyst eftir uppgjör sjóðsins. Einróma samþykkt.

4. Fjárhagsáætlun 2015
  • Fjárhagsáætlun hefur legið frammi frá síðasta stjórnarfundi. 
  • Ekki hafa borist athugasemdir frá stjórn.
Afgreiðsla: Samþykkt einróma.

5. Skipun í stjórn Lífeyrissjóð Hjúkrunarfræðinga.
  • Skipa þarf nýja fulltrúa Fíh í stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga. 
  • Ragnheiður Gunnarsdóttir og Guðjón Hauksson hafa setið sl. 2 ár í stjórn sjóðsins, varamenn eru Jón Aðalbjörn Jónsson og Cecilie B.H. Björgvinsdóttir sviðstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh. 
  • Enginn ný framboð bárust á fundinum. 
Afgreiðsla: Samþykkt einróma að þessir einstaklingar sitji áfram fyrir hönd Fíh í stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga .

Til umræðu:

6. Fréttir frá Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga
Mikið hefur verið rætt um að sameina LH við B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins .Það hefði í för með sér rekstrarlegt hagræði auk þess sem aukin réttindi kæmu til þeirra hjúkrunarfræðinga sem kjósa að starfa áfram eftir að lífeyrisaldri er náð Fulltrtúar LH í sjóðnum halda því máli vakandi og nú er boltinn hjá fjármálaráðherra því lagabreyting þarf að fara í gegnum Alþingi svo af sameiningu geti orðið.Verði af sameiningu mun Fíh gera kröfu m fulltrúa í stjórn LSR. Einn sigur hefur unnist í vetur, svokallaðri bakábyrgð launagreiðanda,annarra en ríkisins, hefur nú verið aflétt sem þýðir að tregða til að ráða eldri hjúkrunarfræðinga ætti ekki að vera fyrir hendi. Hvað varða innistæður í sjóðnum þá er ljóst árið 2018 verður nánast ekkert eftir til útgreiðslu og mun þá bakábyrðin taka við. Af þessum sökum mun fjárfestingastefna sjóðsins breytast þannig að erlendum eignum verður tímanlega komið í auðseljanleg ríkisskuldabréf.


7. Stofnun trúnaðarmannaráðs
  • Sett var saman kjararáð fyrir síðustu kjarasamninga. Það ráð virkaði vel í upphafi en eftir því sem á leið dró úr virkni þess og voru einungis 4-5 hjúkrunarfræðingar virkir. 
  • Ákveðið hefur verið að setja saman trúnaðarmannaráð sem í eiga sæti trúnaðarmenn stofnana og fyrirtækja þar sem hjúkrunarfræðingar starfa. Áætlað er að slíkt ráð virki sem bakland samninganefndar í kjarasamningagerð. 
  • Nánari útfærsla verður ákveðin í samráði við sviðstjóra kjarasviðs og samninganefndir félagsins. 
Afgreiðsla: Málið rætt og samþykkt að stofna trúnaðarmannaráð

8. Tímarit hjúkrunarfræðinga
  • Lagt fyrir tilboð frá Kjarnanum í rafræna útgáfu Tímarits hjúkrunarfæðinga. 
  • Áætlaður kostnaður er umtalsvert lægri en kostnaður við núverandi útgáfu tímaritsins. Möguleikar eru á því að lækka þennan kostnað umtalsvert með því að taka inn til félagsins í framtíðinni kostnað við hönnun og umbrot blaðsins í framtíðinni. 
  • Aðrir kosti eru við rafræna útgáfu eins og umhverfissjónarmið, geymslugildi og aðgengi. 
Afgreiðsla: Málið rætt og lýsir stjórn sig samþykka því að stefna að rafrænni útgáfu fljótlega á næsta ári. Málið sent til ritnefndar til umsagnar. Málið verður síðan tekið aftur fyrir í stjórn eftir að umsögn hefur borist frá ritnefnd.

Til kynningar:

9. Kjaramálþing
  • Áætlað er að halda á næsta ári kjaramálaþing fyrir félagsmenn, annars vegar fyrir félagsmenn sem búa á höfuðborgasvæðinu og svo minni fundi úti á landi. Er hugsað sem vettvangur til umræðu um kjaramál hjúkrunarfræðinga. Með því gefst félagsmönnum tækifæri til að hafa meiri áhrif og tjá skoðanir sínar um kjaramál
  • Ákveðið hefur verið að halda ekki eitt stórt þing heldur nokkra fundi á höfuðborgarsvæðinu auk funda víðsvegar um landið. 
Afgreiðsla: Málið rætt og lýsir stjórn ánægju með málið.

10. Facebook og instagram
  • Facebook síða félagsins var opnuð í vor og eru fylgjendur síðunnar nú á annað þúsund. 
  • Nú hefur einnig verið opnuð Instagram síða félagins og er slóðin http://www.instagram.com/hjukrun
  • Hægt er að finna síðuna einnig með því að slá inn #hjukrun í leitarglugganum á instagram forritinu. 

Önnur mál:

11. Fjarfundir
  • Áætlað er að halda næsta stjórnarfund að hluta til í fjarfundi. 
  • Fundurinn verður 3 febrúar 2015
  • Fulltrúar svæðisdeilda Austurlands og Suðurlands verða í fjarfundi. 

12. Rafræn skilríki.
  • Sækja þarf um rafræn skilríki fyrir félagið. 
  • Formaður hefur umsjón með rafrænum skilríkjum frá Auðkenni hf. fyrir hönd félagsins. 
  • Undirskrift allra stjórnarmanna fengin fyrir þessu. 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:00
Jóhanna Kristófersdóttir, ritari stjórnar Fíh.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála