Hjukrun.is-print-version

Umsögn um breytingu á lögum um sjúkratryggingar og lyfjalögum

RSSfréttir
20. febrúar 2015
Reykjavík 20. febrúar 2015


Velferðarráðuneytið
Hafnarhúsinu við Tryggvagötu
101 Reykjavík


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, og lyfjalögum nr. 93/1994, með síðari breytingum.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) vill gera athugasemd við 6. gr. frumvarps til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, og lyfjalögum nr. 93/1994, með síðari breytingum.

Þar er lagt til að eina breytingin á núgildandi lögum verði að fella út orðin „hér á land“ í 2. mgr. 11. gr. laganna falli brott.

Í rökstuðningnum um 6. gr. segir „Með breytingunni verður lyfseðill ekki lengur einungis gild lyfjaávísun læknis, tannlæknis eða dýralæknis sem hafa gild lækningaleyfi hér á landi, heldur munu lyfseðlar gefnir út af læknum, tannlæknum eða dýralæknum með gild lækningaleyfi í aðildarríkjum EES vera gildar lyfjaávísanir hér á landi.

Fíh vill minna á að víða í löndum Evrópu hafa hjúkrunarfræðingar leyfi til að ávísa lyfjum og því er nauðsynlegt að aðlaga 6. gr. að þeirri staðreynd þannig að lyfseðlar sem gefnir eru út af hjúkrunarfræðingum með gild hjúkrunarleyfi í aðildarríkjum EB og EES gildi einnig milli landa.

Þá vill Fíh benda á að í Directive 2012/52/EU er ekki eingöngu talað um lækna heldur er þar talað um heilbrigðisstarfsfólk í tengslum við útgáfu lyfseðla og eru þar notuð ensku orðin helath professional og prescribing health professional.

Virðingafyllst

Ólafur G. Skúlason, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála