1.
maí 2015
Föstudagur 1. maí 2015 kl. 08:00
Rafrænn fundur
Mættir:
Arndís Jónsdóttir, Birgir Örn Ólafsson, Brynja Dögg Jónsdóttir, Bylgja Kristófersdóttir, Díana Dröfn Heiðarsdóttir, Fjóla Ingimundardóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Hrönn Håkansson, Jóhanna Kristófersdóttir, Ólafur G. Skúlason, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Svanlaug Guðnadóttir
Boðuð forföll:
Guðrún Gyða Ölvisdóttir.
Til afgreiðslu:
- Kosning um verkfallsboðun
Formaður fer yfir viðræður um endurnýjun kjarasamnings Fíh við fjármála- og efnahagsmálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Ekkert hefur þokast áfram í viðræðunum og er ber mikið á milli aðila. Ríkið stendur fast á 3,5% kostnaðarauka samnings sem er verulega langt frá kröfum Fíh. Samninganefnd félagsins metur stöðuna þannig að ekki náist viðunandi árangur fyrir hjúkrunarfræðinga nema gripið sé til aðgerða.
Afgreiðsla: Stjórn samþykkir einróma að boða til kosninga um verkfall hjá félagsmönnum Fíh er starfa á kjarasamningi þess við Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Verkfallið myndi hefjast þann 27. maí kl. 00:01 og væri um ótímabundið verkfall að ræða. Kosningin mun fara fram 4. – 10. maí. Niðurstöður liggja fyrir að morgni 11. maí.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:30
Ólafur G. Skúlason, formaður stjórnar Fíh.