18.
maí 2015
Ályktun stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga um hjúkrun og heilbrigðisþjónustu aldraðra
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, haldinn 18. maí 2015, lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri heilbrigðisþjónustu sem öldruðum stendur til boða í dag.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur heilbrigðis- og fjármálaráðherra til að tryggja öldruðum góða, örugga og sómasamlega heilbrigðisþjónustu með auknu samráði og samstarfi við fagaðila og fjármagni til stofnana svo fjölga megi hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í öldrunarþjónustu.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga bendir á að hjúkrun er og verður lykilþáttur öldrunarþjónustu. Hjúkrunarfræðingar stýra hjúkrunarþjónustunni og bera faglega ábyrgð á henni. Þeim ber að tryggja að aldraðir og aðstandendur þeirra fái þá
hjúkrun sem þeir þarfnast á réttum stað á réttum tíma.
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur stjórnvöld til að leggja fram heildræna stefnu um málefni aldraðra innan fimm ára og lýsir sig tilbúið til samstarfs um það verkefni.
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, haldinn 18. maí 2015, lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri heilbrigðisþjónustu sem öldruðum stendur til boða í dag.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur heilbrigðis- og fjármálaráðherra til að tryggja öldruðum góða, örugga og sómasamlega heilbrigðisþjónustu með auknu samráði og samstarfi við fagaðila og fjármagni til stofnana svo fjölga megi hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í öldrunarþjónustu.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga bendir á að hjúkrun er og verður lykilþáttur öldrunarþjónustu. Hjúkrunarfræðingar stýra hjúkrunarþjónustunni og bera faglega ábyrgð á henni. Þeim ber að tryggja að aldraðir og aðstandendur þeirra fái þá
hjúkrun sem þeir þarfnast á réttum stað á réttum tíma.
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur stjórnvöld til að leggja fram heildræna stefnu um málefni aldraðra innan fimm ára og lýsir sig tilbúið til samstarfs um það verkefni.