Þriðjudagur 9. júní 2015 kl. 12:30
Mættir:
Arndís Jónsdóttir, Birgir Örn Ólafsson, Brynja, Bylgja Kristófersdóttir, Díana Dröfn Heiðarsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Gyða Ölvisdóttir, Hrönn Håkansson, Jóhanna Kristófersdóttir, Kristín Thorberg, Ólafur G. Skúlason, Ólöf Árnadóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Svanhildur Ósk Sigurfinnsdóttir og Svava Björg Þorsteinsdóttir.
Boðuð forföll:
Ragnheiður Gunnarsdóttir.
Til afgreiðslu:
1. Starfsemi Fíh – kynning ætluð nýjum stjórnarmönnum.
2. Fundagerðir aðalfundar.
Samþykkt.
3. Kosning varaformanns Fíh, gjaldkera og ritara stjórnar.
Formaður kallaði eftir framboð í embætti varaformanns, gjaldkera og ritara stjórnar Fíh. Eitt framboð kom í hvert embætti og voru þeir aðilar sjálfkjörnir. Varaformaður verður Guðbjörn Pálsdóttir, gjaldkeri verður Birgir Örn Ólafsson og ritari verður Jóhanna Kristófersdóttir.
Kosning meðstjórnenda í framkvæmdaráð.
Formaður kallar eftir framboðum meðstjórnanda í framkvæmdarráð. Díana Dröfn Heiðarsdóttir bauð sig fram og er hún sjálfkjörin í framkvæmdaráði þar sem fleiri buðu sig ekki fram.
4. Fundaplan stjórnar
Formaður leggur fram fundarplan stjórnar fyrir næsta starfstímabils. Áætlaðir fundir eru átta yfir tímabilið. Lagt er til að aðalfundur Fíh verður haldinn 20. maí 2016. Fundarplan er samþykkt af stjórn sem og dagsetning aðalfundar 2016.
Til umræðu/kynningar:
5. Starfshópur fyrir endurskoðun laga.
Stefnt er á að klára endurskoðun laga á starfsárinu. Þar sem ný stefna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur litið dagsins ljóst er hægt að halda áfram með endurskoðun á lögum félagsins líkt og byrjað var á í fyrra. Stjórn skipa fulltrúa í starfshóp fyrir endurskoðun laga. Arndís Jónsdóttir, Ólafur G. Skúlason og Ragnhildur Rós Indriðadóttir verða í starfshópnum. Hópurinn mun halda áfram með þá vinnu sem hafin var í fyrra og nota þær kannanir og þau verkefni sem félagið hefur þegar unnið í þessari vinnu. Aðalbjörg Finnbogadóttir verður starfsmaður nefndarinnar.
6. Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu.
Fíh hefur ekki markað stefnu í málefnum er varða einkarekstur og einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Það þarf að fara í þessar umræður innan stéttarinnar og marka stefnu í framhaldinu. Tryggja þarf grunnþjónustu sem allir hafa jafnan aðgang að án mikils kostnaðar fyrir skjólstæðinga eða aðstandendur þeirra. Stjórn tekur umræðu um málið og ljóst er að afar mismunandi skoðanir eru á þessu málefni innan stjórnar sem vafalaust endurspeglar mismunandi viðhorf hjúkrunarfræðinga til málefnisins. Ákveðið er að taka þarf þessa umræðu á breiðum grundvelli og góð hugmynd gæti verið að hafa málþing um efnið innan félagsins til að skapa umræðuvettvang og móta þannig stefnu félagsins í þessu málefni. Formaður mun vinna þessa hugmynd áfram.
7. Kjaraviðræður.
a) Sáttanefnd.
Rætt um hlutverk og skipan sáttanefndar. Samninganefnd Fíh, samninganefnd BHM og fulltrúar ríkisins funduðu ásamt Félagsmálaráðherra varðandi skipun sáttanefndar. Aðilar urðu sammála um að sú leið væri ekki vænleg til árangurs þar sem ríkissáttasemjari hefur úr sömu úrræðum að moða og sáttanefnd. Nær væri að hann nýtti heimildir sínar til þess teldi hann það vænlegt til árangurs.
b) Gangur viðræðna.
Samninganefnd hefur endurskoðað kröfugerð og beðið er eftir viðbrögðum samninganefndar ríkisins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:30