Reykjavík 17. mars 2016
Nefndarsvið Alþingis
Allsherjar- og menntamálanefnd
Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, lögum um aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum og lögum um gjald á áfengi og tóbaki, með síðari breytingum (smásala áfengis) – 13. mál.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga vill ítreka fyrri umsögn frá 10. nóvember 2014.
Þar kemur fram að Fíh er mótfallið þeirri breytingu að færa sölu áfengis yfir í matvöruverslanir þar sem aukið aðgengi að áfengi mun leiða til aukinnar heildarneyslu.
Slíkt er andstætt bættri lýðheilsu þjóðarinnar og ekki í samræmi við þau lýðheilsusjónarmið sem fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en þar er kveðið á um að bætt lýðheilsa og forvarnarstarf verði meðal forgangsverkefna hennar.
Virðingafyllst,
Ólafur G. Skúlason, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga