Hjukrun.is-print-version

7. fundur stjórnar Fíh 2015 – 2016

RSSfréttir
3. maí 2016

Þriðjudagur 3. maí 2016 kl. 10:15

Mættir:
Arndís Jónsdóttir, Birgir Örn Ólafsson, Bylgja Kristófersdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Hrönn Håkansson, Jóhanna Kristófersdóttir, Ólöf Árnadóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Svanhildur Ósk Sigurfinnsdóttir.

Boðuð forföll:
Díana Dröfn Heiðarsdóttir og Svava Björg Þorsteinsdóttir.

Mættu ekki:
Guðrún Gyða Ölvisdóttir, Kristín Thorberg og Ragnheiður Gunnarsdóttir.

Til afgreiðslu:
  1. Fundagerð 5. og 6. fundar framkvæmdaráðs
    Samþykktar.

  2. Fundagerð 6. fundar stjórnar Fíh
    Samþykkt.

  3. Endurskoðun ársins 2015
    Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri og endurskoðendur BDO, Sigrún Guðmundsdóttir og Örvar Ólafsson, fóru yfir ársreikninga og niðurstöðu endurskoðunar. Endurskoðendur höfðu engar athugasemdir við fjárhag eða rekstur félagsins. Stjórn samþykkir ársreikning Fíh fyrir síðasta starfsár.

  4. Starfs – og úthlutunarreglur styrktarsjóðs Fíh
    Aðalheiður D. Matthíasdóttir, formaður styrktarsjóðs kynnti nýjar starfs- og úthlutunarreglur. Áfram verða greiddir sjúkradagpeningar, útfarar- og fæðingastyrkir. Fæðingastyrkur hefur hækkað í 250 þúsund krónur úr 200 þúsund krónum. Frá 1. júní næstkomandi geta félagsmenn einnig sótt um styrk fyrir íþróttaiðkun, heilsurækt, endurhæfingu eða öðrum heilsutengdum málefnum. Umsóknir verða afgreiddar annan hvern mánuð (feb, apríl osfrv.). Greiða þarf skatt af styrkjum nema íþróttastyrk, endurhæfingu, annarri heilsurækt og útfararstyrk. Stjórn sjóðsins getur endurskoðað úthlutunarreglur árlega eftir því hvernig sjóðurinn stendur.
    Afgreiðsla: samþykkt.

  5. Tillaga um breytt félagsgjöld
    Birgir Örn Ólafsson, gjaldkeri Fíh kynnti tillögu um að félagsgjöld og gjöld í vinnudeilusjóð verði sameinuð í eitt félagsgjald sem verði 1,35% af dagvinnulaunum hjúkrunarfræðinga, en að 0,15% renni beint til vinnudeilusjóðs Fíh. Samhliða falla niður greiðslur í vinnudeilusjóð sem námu 0,15% af dagvinnulaunum. Heildargreiðsla hvers félagsmanns verði því 1,35% af dagvinnulaunum.
    Afgreiðsla: Tillagan rædd og stjórnarmeðlimir samþykkir að hún verði borin undir aðalfund.

  6. Starfssemisskýrsla stjórnar 2014-2014
    Afgreiðsla: samþykkt.

  7. Starfsáætlun stjórnar 2015-2016
    Afgreiðsla:samþykkt.

  8. Stofnun fagdeildar hjúkrunarfræðinga sem sinna einstaklingum með sykursýki
    Beiðni hefur borist Fíh um stofnun fagdeildar hjúkrunarfræðinga sem sinna einstaklingum með sykursýki.
    Afgreiðsla: samþykkt og fer beiðnin fyrir aðalfund.


Til umræðu/kynningar:
  1. Lokabreytingar á lögum Fíh
    Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Arndís Jónsdóttir kynntu lokatillögur um breytingar á lögum. Þessar breytingar verða lagðar fram á næstkomandi aðalfundi til samþykktar.
    Afgreiðsla: samþykkt.


Önnur mál
  1. Tímarit hjúkrunarfræðinga
    Helga Ólafs ritstjóri kynnti hugmyndir að breytingum á Tímariti hjúkrunarfræðinga. Hugmynd er að tvö prentuð blöð verði gefin út á ári, eitt að vori og eitt að hausti, m.a. til að koma á framfæri ritrýndum greinum. Annað blaðið færi til félagsmanna á sama tíma og dagbókin og þannig myndi sparast sendingarkostnaður. Stefnt er að því að hafa 2 fylgiblöð á ári og þegar hefur verið óskað eftir útgáfu um öldrunar- og krabbameinshjúkrun. Samhliða útgáfu tímaritsins væri öflugt veftímarit á vefsíðu félagsins, útlit samræmt og efni samnýtt. Að meðaltali eru 235 sem hlaða niður tímaritinu á „appinu“, byggt á 5 síðustu tölublöðum og er það minna en væntingar voru um. Helga hefur nýtt Facebook til að miðla efni úr nýbirtu blaði sem hefur gefið mjög góða raun. Þar eru mikil tækifæri til miðlunar. Helga mun gera kostnaðaráætlun á þessari nýju nálgun.

  2. Ályktanir
    Umræður voru í stjórn um ályktanir sem leggja þarf fyrir aðalfund. Ákveðið er að gera ályktanir sem fjalla um frumvarp um nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga, ástandið í heilbrigðiskerfinu, álag í þjónustunni og aukið starfssvið hjúkrunarfræðinga.
    Afgreiðsla: stjórnarmenn munu skipta á milli sín ályktununum og setja drögin á Basecamp svo allir stjórnarmeðlimir geti tekið þátt í lokavinnslunni fyrir 19. maí.

  3. Staða kjaramála
    Í ár verður ráðstafað fjármagni til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Landspítala samkvæmt bókun 3 í dómssátt með gerðardómi milli fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og Fíh frá ágúst 2015. Þegar er hafin vinna með Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en samvinna við Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefst í september. Unnið verður að gerð frammistöðukerfis fyrir hjúkrunarfræðinga. Fyrir hönd Fíh sitja í samstarfsnefndinni Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Helgason og Eva Hjörtína Ólafsdóttir.

  4. Niðurfellingar skuldbindinga vegna sérsjóða Fíh
    Ákveðið er, í kjölfar ábendinga endurskoðenda, að fella niður skuldbindingar vegna eftirfarandi sérsjóða: Hjúkrunarfræðingatal, Endurmenntun á stofnunum, Minjanefnd og Lýðveldissjóður. Um er að ræða tæpar 3.3 milljónir króna sem verða færðar til félagssjóðs.
    Afgreiðsla: samþykkt.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:30
Jóhanna Kristófersdóttir, ritari stjórnar Fíh.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála