Hjukrun.is-print-version

Ályktun um ónóga fjárveitingu til heilbrigðiskerfisins

RSSfréttir
23. maí 2016
Reykjavík 23. maí 2016


Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra
Velferðarráðuneytið
Hafnarhúsinu við Tryggvagötu
150 Reykjavík


Efni: Ályktun aðalfundar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um ónóga fjárveitingu til heilbrigðiskerfisins


Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, haldinn föstudaginn 20. maí 2016, lýsir yfir þungum áhyggjum vegna ónógrar fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins.

Aðalfundur skorar á yfirvöld að tryggja rekstargrunn heilbrigðisstofnana í landinu. Sérstaklega þarf að huga að fjármögnun vegna aukinnar heilbrigðisþjónustu við ferðamenn og sjúkraflutninga. Aukið fé þarf einnig til að uppfæra tækjabúnað stofnana til að efla fjarheilbrigðisþjónustu í dreifðari byggðum þar sem mönnunarvandi er orðinn áberandi.

Þá þarf að auka mönnun í hjúkrun og útvíkka starfssvið hjúkrunarfræðinga til að styðja við starfssemi stofnana svo að tryggja megi samfellu í þjónustu og efla þannig heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu.



F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga


Guðbjörg Pálsdóttir starfandi formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála