Hjukrun.is-print-version

1. fundur stjórnar Fíh 2016 – 2017

RSSfréttir
31. maí 2016

þriðjudagur 31. maí 2016 kl. 09:30-12:00

Mættir:

Anna Guðríður Gunnarsdóttir, Anna Vilbergsdóttir, Anna María Þórðardóttir, Arndís Jónsdóttir, Birgir Örn Ólafsson,, Díana Dröfn Heiðarsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Svanhildur Ósk Sigurfinnsdóttir og Þura B. Hreinsdóttir.

Boðuð forföll:
Bylgja Kristófersdóttir, Helga Bragadóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Þóra Jenný Gunnardóttir.

Á fjarfundi: 
Kristín Thorberg, Ólöf Árnadóttir og Svava Björg Þorsteinsdóttir.

Til afgreiðslu:


  1. Fundargerð síðasta fundar
    Afgreiðsla: Samþykkt.

  2. Kosning varaformanns, ritara og gjaldkera stjórnar
    Formaður stýrði kosningu. Einn var í framboði til hvers embættis og því engin mótframboð. Arndís Jónsdóttir var kjörin varaformaður. Gjaldkeri stjórnar var kosinn Birgir Örn Ólafson. Ritari stjórnar var kosinn Svanhildur Ósk Sigurfinnsdóttir. Formaður, varaformaður, gjaldkeri og ritari sitja í framkvæmdaráði.

  3. Kosning meðstjórnanda í framkvæmdaráð Fíh
    Díana Dröfn Heiðarsdóttir bauð sig ein fram og var því sjálfkjörin í framkvæmdaráð sem meðstjórnandi.

  4. Fundaráætlun stjórnar og ákvörðun um aðalfund 2017
    Lagt var fram fundaráætlun stjórnar fyrir næsta starfsár. Breyting var gerð á fundatímum, sem verða nú frá klukkan 09:30-13:30 í stað 10 -14. Fundartími getur þó lengst til 16 ef efni fundarins krefst þess hverju sinni. Reiknað er með að stjórnarmeðlimir verði allir á stjórnarfundi í Reykjavík 30.ágúst, 6. desember og 2. maí en að öðrum kosti í fjarfundi.
    Afgreiðsla: Fundaráætlun samþykkt. Aðalfundur næsta árs verður föstudaginn 12 maí.

Til kynningar:
  1. Staða kjaramála – Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs
    Gunnar Helgason kom á fundinn og fór yfir stöðu kjaraviðræðna hjá félaginu við samningsaðila. Umræður sköpuðust um útfærslu á bókun 3 í dómssátt sem var sett á með gerðardómi milli fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og Fíh frá ágúst 2015.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:15
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála