Hjukrun.is-print-version

4. fundur stjórnar Fíh 2016 – 2017

RSSfréttir
6. desember2016

Þriðjudagur 6. desember 2016 kl. 09:30

Mættir:
Anna Guðríður Gunnarsdóttir, Anna Vilbergsdóttir, Anna María Þórðardóttir, Arndís Jónsdóttir, Birgir Örn Ólafsson, Bylgja Kristófersdóttir, Díana Dröfn Heiðarsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Helga Bragadóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Kristín Thorberg, Ólöf Árnadóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Svanhildur Ósk Sigurfinnsdóttir, Svava Björg Þorsteinsdóttir, Þóra Jenný Gunnarsdóttir og Þura B. Hreinsdóttir.

Fundarritari:
Svanhildur Ósk Sigurfinnsdóttir

Gestir:
Aðalbjörg Finnbogadóttir, sviðsstjóri fagsviðs Fíh, Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh, Helga Ólafsdóttir, ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga, Herdís Jónsdóttir, vef- og verkefnastjóri Fíh og Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri Fíh.


Til afgreiðslu:
  1. Fundargerð 3. fundar stjórnar Fíh
    Afgreiðsla: Samþykkt.

  2. Fundargerð 3., 4. og 5. fundar framkvæmdaráðs Fíh
    Afgreiðsla: Kynnt.

Til umræðu/kynningar:
  1. Staða kjaramála
    Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs kynnti stöðu kjaramála og önnur verkefni.
    a. Ríkisendurskoðun stendur fyrir könnun á nýliðun hjúkrunarfræðinga og tekur Fíh þátt í því verkefni. Gunnar er að leggja lokahönd á svör við spurningarlista frá Ríkisendurskoðun og kynnti hann svörin fyrir stjórn. Hluti af verkefninu er að staðsetja hjúkrunarfræðinga sem eru með íslenskt hjúkrunarleyfi en félagatal Fíh gerir það ekki í dag. Hjúkrunarfræðingar með starfsleyfi í nóvember 2016 voru 5118 skv. upplýsingum frá Embætti landlæknis, hjá Fíh var greitt fyrir 3093 hjúkrunarfræðinga á tímabilinu 01.01-30.09 2016 samkvæmt félagatali Fíh. Það á því eftir að staðsetja rúmlega 2000 hjúkrunarfræðinga sem ekki eru að starfa við hjúkrun í dag.

    b. Vinna við nýja mannekluskýrslu á vegum Fíh hefur gengið hægt þar sem illa hefur gengið að fá inn gögn frá heilbrigðisstofnunum og hjúkrunar- og dvalarheimilum en nú er svarhlutfallið orðið um 90%. Bið er eftir frekari svörum svo hægt sé að vinna töluleg gögn upp úr könnuninni og vonast er til að niðurstöður liggi fyrir í byrjun nýs árs.

    c. Gunnar kynnti stöðu á kjara- og stofnanasamningum. Miðlægir kjarasamningar hjá ríkinu gilda til 2019 skv. Gerðardómi. Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitafélaga eru að taka upp starfsmat sem tekur gildi á næstu árum. Búið er að skrifa undir stofnanasamninga við Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Sjúkratryggingar Íslands. Haldnir hafa verið fundir með stærstu aðilum innan Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, þ.e. Hrafnistu, Mörk og Eir. Framhalds er að vænta fljótlega. Á öðrum stöðum ganga viðræður hægt.

    d. Gunnar kynnti fyrir stjórn SALEK samkomulagið og fyrirhugaðar breytingar á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR). Skilaboðin sem Fíh fær frá yfirvöldum er að þar sem Fíh er stétta- og kjarafélag en ekki í bandalagi með öðrum hefur það áhrif á samningsstöðu Fíh um stór málefni líkt og lífeyrissjóðsmálin. Framkvæmdaráð var með fund fyrr um morguninn með Gunnari Björnssyni skrifstofustjóra í Fjármálaráðuneytinu og Hauki Hafsteinssyni framkvæmdarstjóra LSR.Var Gunnari Helgasyni og Ragnheiði Gunnarsdóttur fulltrúa Fíh í stjórn Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga sérstaklega boðið á fundinn. Þar kynnti Gunnar Björnsson fyrirhugaðar breytingar á lífeyrissjóðum sem stefnt er að fá samþykkt á alþingi fyrir áramótin.

    e. Nauðsynlegt er að Fíh setji fram lausnir á skorti hjúkrunarfræðinga til starfa innan heilbrigðiskerfisins. Ýmsa áhrifaþætti má nefna á mönnunarvanda hjúkrunarfræðinga s.s. lág laun, lélegt vinnuumhverfi, erfiður vinnutími, flótti úr stéttinni, fjöldi hjúkrunarfræðinga að komast á lífeyristökualdur, ekki eru menntaðir nægilega margir hjúkrunarfræðingar árlega eða skila sér til starfa í heilbrigðiskerfið að loknu námi.

    f. Kynnt var staða á launamálum yfirstjórnenda á Landspítala (LSH) og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH). Lögfræðingur Fíh hefur sent bréf til forstjóra LSH og forstjóra HH vegna launamunarins og hafa svör ekki enn borist. Áframhald þessa mála mun byggjast á svörum frá LSH og HH með möguleika á málaferlum.
    Afgreiðsla: Formaður og sviðsstóri kjara- og réttindasviðs hefur stuðning stjórnar Fíh til að sækja þessi mál áfram með aðstoð lögfræðings Fíh.
    Umræður: Umræður á meðal stjórnarmeðlima um mönnunarvanda hjúkrunarfræðinga, laga þarf vinnutíma hjúkrunarfræðinga, gera hann sambærilegan á norðurlöndum og hefðbundnar þrískiptar vaktir í 100% vinnu brjóta hvíldarákvæðin. Hjúkrunarfræðideildir HA og HÍ eru fjársveltar og þarf að auka fjármagn til þeirra. Umræður um launamismun svæðisstjóra HH og LSH, samhljómur um að þetta sé brot á jafnréttislögum og þurfi að ganga lengra með þessi mál.

  2. Fjárhagsáætlun 2017
    Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri Fíh kynnti fyrir stjórn fjárhagsáætlun 2017. Hún fór yfir þær breytingar sem orðið hafa á fjárhagsáætlun frá því hún kynnti hana á síðasta stjórnarfundi
    Afgreiðsla: Breytingar á fjárhagsáætlun samþykktar.
    Sólveig fór yfir rekstur félagssjóðs og er almennt staða félagssjóðs góð. Einnig er staða annarra sjóða almennt betri en áætlað var og rekstur undir áætlun.
    Afgreiðsla: Ársreikningar og áætlun sjóða samþykktar.
    Sólveig óskaði eftir heimild stjórnar Fíh til að fjárfesta hluta af lausu fé í peningamarkaðssjóðum. Binditími er stuttur eða einn dagur.
    Afgreiðsla: samþykkt.

  3. Fyrirhugaðar breytingar á svæðis- og fagdeildum í deildir Fíh
    Aðalbjörg Finnbogadóttir, sviðsstjóri fagssviðs kynnti fyrirhugaðar breytingar á svæðisdeildum yfir í deildir Fíh. Hlutverk svæðisdeilda hefur verið frá 2009 fyrst og fremst að styðja við kjara- og réttindamál ásamt því að styðja við trúnaðarmenn. Einnig er í þeirra hlutverki fræðsla og félagsstörf. Á aðalfundi 2015 voru samþykktar breytingar á deildum félagsins og verða svæðisdeildir lagðar niður á aðalfundi 2017. Geta því hjúkrunarfræðingar stofnað deild tengda landsvæði í stað svæðisdeilda ef lágmarksþátttaka næst (25 félagsmenn). Upplýsingar eru um þetta í núgildandi lögum Fíh á vefnum. Auk þess verða gefnar út nánari leiðbeiningar á vegum Fíh. Verða landsvæðisdeildir hugsaðar fyrst og fremst með fræðslu- og félagshlutverk líkt og fagdeildir hafa nú. Á dagskrá fagsviðs í upphafi nýs árs er að endurskoða starfsreglur landsvæðisdeilda ásamt reglum öldungardeilda.
    Umræður.

  4. Niðurstöður vefkönnunar á Tímariti hjúkrunarfræðinga
    Helga Ólafs ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga og Herdís Jónsdóttir, vef- og verkefnastjóri Fíh kynntu niðurstöður vefkönnunar sem gerð var á Tímariti hjúkrunarfræðinga og á vefnum www.hjukrun.is. Stærsti hluti svarenda voru konur yfir miðjum aldri. Niðurstöður sýndu að almenn ánægja er með vefinn og mínar síður. Ábendingar sem bárust voru m.a. ósk um einfaldari vef, ferskt útlit, aðlaðandi forsíða, einföld leið að efni, bætt leitarskilyrði og aukin rafræn þjónusta. Yfir 70% þátttakenda fannst vefurinn þjóna sér vel og almennt var jákvæð sýn á félagið hjá þátttakendum. Einnig var kallað eftir einföldum upplýsingum, aukningu á spurt og svarað, meiri pólitískri afstöðu hjá félaginu, fréttum af vinnu innan félagsins, kynningu á störfum hjúkrunarfræðinga, auknum sýnileika fagdeilda o.fl. Meiri hluti þátttakenda eða 77% voru ánægðir eða mjög ánægðir með mínar síður, orlofsvefurinn þótti þó óaðgengilegur og upplýsingar á honum ruglingslegar.
    Þegar kom að tímaritinu þá vildu flestir lesa tímaritið á prenti, næst á eftir komu einstakar greinar á vef, þar næst flettiútgáfa á vef, en fæstir kusu að lesa tímaritið á appinu. Lesefni í tímaritinu var einna helst fræðslugreinar, þó vildu meira en helmingur sjá ritrýndar greinar, fréttir af starfsemi, þankastrik og viðtöl. Niðurstöður bentu til að lesendur vilja hafa tímaritið fjölbreytt og að útgáfur blaðsins séu kynntar betur.
    Umræður

  5. Starfsáætlun stjórnar, vorið 2016
    Guðbjörg kynnti verkefnið ímynd, áhrif og kjör sem lauk 2013. Búið er að taka upp margar góðar hugmyndir þaðan og framkvæma s.s. endurgerð félagsnælu, stofna Facebook síðu Fíh, endurskoða vefsíðu, ráða kjararáðgjafa, fá kjaramálin betur fram á vef Fíh sbr spurt og svarað, taka í notkun mínar síður ofl. Einnig fór formaður yfir starfsáætlun stjórnar 2016-2017. Kynnt var hugmynd framkvæmdaráðs fyrir stjórn um að fulltrúar stjórnar og starfsmenn Fíh fari út á land og kynni fyrir hjúkrunarfræðingum er vinna á landsbyggðinni fyrirhugaðar breytingar á deildum, auk annarra málefna sem hjúkrunarfræðingar vilja ræða.
    Umræður: Ánægja með þá hugmynd um að fulltrúar stjórnar og starfsfólks Fíh fari í heimsóknir á landsbyggðina og ræði við hjúkrunarfræðinga, m.a. um breytingu á störfum deilda.
    Afgreiðsla: Einróma samþykkt.

Til kynningar
  1. Breytt reglugerð um hjúkrunarfræðinga
    Kynnt er breytt reglugerð, útgefin 21. nóvember 2016, um menntun, réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi. Eftir þriggja ára baráttu fengust breytingar á 2. gr. um starfsheiti og yfirstrikunin felld brott; ...Ekki er heimilt að ráða aðra en hjúkrunarfræðinga til sjálfstæðra hjúkrunarstarfa nema áður hafi verið auglýst eftir hjúkrunarfræðingum. Hafi verið auglýst eftir hjúkrunarfræðingum á síðustu sex mánuðum er þó ekki skylt að auglýsa nýja stöðu.
    Afgreiðsla: Stjórn fagnar að 3 ára baráttu Fíh sé lokið í að fá þessu breytt.

  2. Ný vefsíða Fíh
    Herdís Jónsdóttir kynnti stuttlega endurbætur á vefsíðu Fíh. Áfram verður unnið með núverandi samstarfsaðilum samkvæmt niðurstöðu þarfagreiningar og tilboðsferlis sem unnið var í haust.

  3. Nýjar siðareglur hjúkrunarfræðinga
    Nýjar siðareglur voru endurskoðaðar og útgefnar á síðasta ári af Siðaráði Fíh. Þær þarf að gera sýnilegri þar sem víða hanga upp á veggjum enn gömlu siðareglurnar. Sviðstjóri fagssviðs, í samráði við Siðaráð, mun gera átak i að vekja betri athygli á siðareglunum. Er stefnt á að allir hjúkrunarfræðingar fái nýju siðareglurnar sendar heim með næsta Tímariti hjúkrunarfræðinga og kynningarátak verður gert á samfélagsmiðlum. Óskað verður eftir að stofnanir taki niður eldri siðareglur.

Önnur mál
  1. Óskað er eftir að listi yfir sérfræðinga í hjúkrun sé birtur á vefsíðu félagsins
    Afgreiðsla: Formaður mun fylgja þessu eftir.

  2. Óskað er eftir að bjóða upp á fjarfund frá aðalfund svo hjúkrunarfræðingar á landsbyggðinni hafi frekara tækifæri til að taka þátt í fundarstörfum. Jafnframt að athugað verði með möguleika á rafrænni kosningu fyrir félagsmenn sem væru í fjarfundi á aðalfundi.
    Afgreiðsla: Formaður mun fylgja þessu eftir.



Fundi slitið kl. 13:40
Svanhildur Ósk Sigurfinnsdóttir, ritari stjórnar Fíh.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála