7.
febrúar 2017
Þriðjudagur 7. febrúar 2016 kl. 09:30
Mættir:
Anna Guðríður Gunnarsdóttir, Anna Vilbergsdóttir, Anna María Þórðardóttir, Birgir Örn Ólafsson, Díana Dröfn Heiðarsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Helga Bragadóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Ólöf Árnadóttir, Svanhildur Ósk Sigurfinnsdóttir, Þóra Jenný Gunnarsdóttir og Þura B. Hreinsdóttir.
Fjarverandi/boðuðu forföll:
Arndís Jónsdóttir og Bylgja Kristófersdóttir
Á fjarfundi:
Kristín Thorberg, Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Svava Björg Þorsteinsdóttir
Fundarritari:
Svanhildur Ósk Sigurfinnsdóttir
Gestir:
Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh og Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri Fíh.
Til afgreiðslu:
- Fundargerð 4. fundar stjórnar Fíh
Afgreiðsla: Samþykkt.
- Lagðar fra fundargerðir 6. og 7. fundar framkvæmdaráðs
Afgreiðsla: Kynnt.
Til umræðu/kynningar:
- Drög að ársuppgjöri
Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri Fíh, kynnti drög að ársuppgjöri, en ekki var um endurskoðaða reikninga að ræða. Niðurstaða félagssjóðs er hagnaður upp á 9.356.221 kr Einnig fór Sólveig yfir stöðu á sjóðum Fíh.
Orlofssjóður: Niðurstaðan er 13% betri en áætlað var, hagnaður upp á tæpar 10 milljónir kr.
Starfsmenntunarsjóður: Niðurstaðan er tap upp á 1,5 milljónir kr. Styrkveitingar jukust um 21% á milli ára.
Vísindasjóður: Hann skilar hagnaði upp á 9,9 milljónir kr.
Vinnudeilusjóður: Niðurstaðan er hagnaður upp á 24,8 milljónir kr.
Styrktarsjóður: Hagnaðurinn er 27,4 milljónir kr.
- Umboð til undirritunar fyrir Orlofssjóð
Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri, óskaði eftir undirritun á umboði fyrir Orlofssjóð. Á sínum tíma fékk félagið gefins orlofshús í Bláskógum frá Orkuveitu Reykjavíkur, en því fylgdi ekki lóð, þarf því að skrifa undir lóðarleigusamning og þinglýsa honum. Stjórnarmeðlimir þurfa að skrifa undir umboð fyrir Sólveigu Stefánsdóttur svo hún sé skráður prófkúruhafi fyrir lóðaleigusamning.
Afgreiðsla: Stjórnarmeðlimir skrifuðu undir umboð.
- Staða mönnunar í hjúkrun árið 2016, lokaskýrsla
Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs, kynnti fyrir stjórn drög að skýrslu um stöðu mönnunar í hjúkrun 2016 en vinnu við hana er að ljúka. Stefnt er að gefa út skýrsluna fljótlega.
Umræður. Tillaga um að hafa kynningarfund á skýrslunni fyrir hjúkrunarfræðinga og taka hjúkrunarfræðinga inn í umræðuna. Kanna þyrfti hvar áhugi og skuldbinding þeirra liggur. Umræður voru um styttingu vinnuvikunnar og/eða helgunarálag fyrir aukið vinnuhlutfall.
- Aðalfundur 18. maí 2017
Aðalfundur Fíh verður haldinn 18. maí 2017 og búið er að bóka sal á Grand Hótel kl. 19.00. Kosningar eru áætlaðar í mörgum nefndum og stjórnum. Fundinum verður varpað í fjarfundi og einstaklingar geta sent inn fyrirspurnir en hafa ekki kosningarétt skv. lögum félagsins. Framboðsfrestur til stjórnar er 18. apríl 2017.
Til kynningar
- Kosningar formanns
Kynnt staða á væntanlegum kosningum á formanni félagsins. Kjörnefnd hittist 6. febrúar, ekki komnar frekari upplýsingar frá henni. Umsóknarfresturinn rann út 31. janúar. Nefndin mun birta framboðsaðila á næstu dögum. - Kæra til Kærunefndar jafnréttismála vegna launa yfirstjórnenda á LSH og HH
Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs, kynnti fyrir stjórn stöðu á kæru til Kærunefndar jafnréttismála vegna launa yfirstjórnenda á Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þetta er fyrsta kæra sem að félagasamtök höfða. Málið fór fyrir Kærunefnd þann 13. desember 2016. Bréf voru send til Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en báðir aðilar óskuðu eftir fresti til svars. Landspítali hefur sent andsvar en Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins á enn eftir að svara. Fíh mun halda áfram að vinna í málinu.
Umræður meðal stjórnarmeðlima.
- Heimsóknir starfsfólks og fulltrúa framkvæmdarráðs á landsbyggðina
Skv. samþykkt stjórnar eru á dagskrá heimsóknir til svæðisdeilda og kynna m.a. fyrirhugaðar breytingar á svæðisdeildum. Áætlað er að alls munu þrír aðilar fara í hverja heimsókn fyrir sig, formaður, 1-2 starfsmenn og/eða aðili frá framkvæmdaráði. Einnig mun fulltrúi hverrar svæðisdeildar fyrir sig í stjórn sitja heimsókn hjá sinni svæðisdeild.
Umræður um fjármagn til deilda.
Önnur mál
- Engin mál
Engin mál.
Fundi slitið kl. 13:30
Svanhildur Ósk Sigurfinnsdóttir, ritari stjórnar Fíh.