Hjukrun.is-print-version

Umsögn um heilbrigðisáætlun

RSSfréttir
28. febrúar 2017
Reykjavík 28. febrúar 2017


Velferðarnefnd Alþingis

Efni: Umsögn tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisáætlun.
Þingskjal 114 – 57. Mál.


Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) tekur undir með flutningsmönnum tillögunnar mikilvægi þess að heilbrigðisáætlun sé til fyrir landið til lengri tíma. Mikil vinna hefur verið lögð í gerð heilbrigðisáætlana og heilbrigðisstefnur í gegnum árin. Nú síðast heilbrigðisáætlun til ársins 2020 og drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2022 frá september 2016.

Fíh leggur áherslu á að við gerð heilbrigðisáætlunar fyrir Ísland verði hafst samstarf við fagfólk í heilbrigðisstéttum og eru hjúkrunarfræðingar hér eftir sem hingað til tilbúnir til þátttöku í þeirri vinnu.

Heilbrigðisþjónustan er ein af grunnstoðum hvers samfélags. Þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu fer vaxandi með hækkandi aldri þjóðarinnar og aukinni þekkingu og færni heilbrigðisstarfsmanna. Því er mikilvægt að á hverjum tíma liggi fyrir skýr stefna um markmið og skipulag heilbrigðisþjónustunnar sem tekur til lengri tíma og sé ekki skipt út í upphafi hvers kjörtímabils.



Virðingafyllst,

Guðbjörg Pálsdóttir starfandi formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála