Hjukrun.is-print-version

6. fundur stjórnar Fíh 2016-2017

RSSfréttir
21. mars 2017
Þriðjudagur 21. mars 2017 kl. 09:30

Mættir:
Anna Guðríður Gunnarsdóttir, Anna Vilbergsdóttir, Anna María Þórðardóttir, Arndís Jónsdóttir, Birgir Örn Ólafsson, Bylgja Kristófersdóttir, Díana Dröfn Heiðarsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Helga Bragadóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Ólöf Árnadóttir, Svanhildur Ósk Sigurfinnsdóttir, Þóra Jenný Gunnarsdóttir og Þura B. Hreinsdóttir.

Fjarverandi:
Bylgja Kristófersdóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Svava Björg Þorsteinsdóttir

Á fjarfundi:
Kristín Thorberg

Fundarritari:
Svanhildur Ósk Sigurfinnsdóttir

Gestir:
Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh og Helga Ólafsdóttir, ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga


Til afgreiðslu:

  1. Fundargerð 5. fundar stjórnar Fíh
    Afgreiðsla: Samþykkt.

  2. Fundargerð 8. og 9. fundar framkvæmdaráðs Fíh
    Afgreiðsla: Kynnt.
  3.  
Til umræðu:
  1. Launakjör hjúkrunarfræðinga
    Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs, kynnti launakjör hjúkrunarfræðinga. Kallað hefur verið eftir gögnum frá Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Hrafnistu. Gengur erfiðlega að safna fullnægjandi gögnum. Gunnar mun halda áfram að vinna í þessu verkefni.

  2. Kærur til úrskurðarnefndar upplýsingamála og kærunefndar jafnréttismála
    Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs, kynnti stöðu á kærumálum gegn Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Málaferli eru í vinnslu í báðum málum.
    Málaferli við Landspítala er komið í úrsskurðarferli en málaferli við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er enn í umsagnarferli. Gunnar Helgason og lögmaður félagsins munu halda áfram að vinna í þessum málum.
    Umræður: Umræður um að skoða atvinnuauglýsingar lækna annars vegar og hjúkrunarfræðinga hins vegar til að kanna mismunandi orðalag þegar auglýst er eftir stjórnendum á vegum hjúkrunar og lækninga.

  3. Starfsáætlun stjórnar 2017-2018
    Guðbjörg kynnti drög að starfsáætlun stjórnar 2017-2018, en stjórn þarf að leggja fram starfsáætlun fyrir næsta starfsár stjórnar. Starfsáætlun frá starfsári 2016-2017 var notuð til viðmiðunar. Starfsfólk Fíh á eftir að skila inn sínum athugasemdum.
    Umræður: Tillaga um að skerpa á orðalagi um stefnumótun grunn- og framhaldsmenntun hjúkrunarfræðinga í hluta stjórnar.
    Afgreiðsla: Guðbjörg lagfærir starfsáætlum með tilliti til athugasemda og fylgir eftir uppfærslu starfsmanna á starfsáætlun í heild fyrir næsta stjórnarfund.

  4. Breyting á styrkupphæð til deilda
    Birgir Örn Ólafsson, gjaldkeri stjórnar, kynnti tillögu frá fagdeildum um að hækka styrkupphæð til deilda um 150 þúsund krónur (úr 200 þúsund krónum í 350 þúsund krónur). Birgir Örn Ólafsson og Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri Fíh, hafa skoðað tillöguna með fjárhagsáætlunnar næstu ára til hliðsjónar. Telja þau að ekki sé mikið rúm fyrir miklum hækkunum þar sem óvissa er um hversu mikið deildum mun fjölga vegna breytinga á fyrirkomulagi deilda og kostnaðarsöm verkefni eru á áætlun næstu ára. Leggja þau til 50 þúsund króna hækkun á framlagi til deilda, frá og með síðustu áramótum, með möguleika á endurskoðun eftir ár. Leggja þau til að allar deildir fái 250 þúsund krónur í fjármagn deildir á landsbyggðinni fái áfram 200 þúsund króna auka framlag þar sem þær hafa ekki aðgang að fríu húsnæði Fíh fyrir viðburði sína og kostnaðarsamt getur verið leigja sal.
    Umræður: Rætt um fjármagn til deilda og mikilvægi að efla störf deilda. Tillögur um að fjármagn verði í hlutfalli við virka félagsmenn.
    Afgreiðsla: Meirihluti samþykkir hækkun úr 200 þúsund krónur yfir í 250 þúsund krónur á þessu starfsári og áframhaldandi 200 þúsund króna aukaframlag til deilda á landsbyggðinni.

  5. Erlendar atvinnuauglýsingar í Tímariti Hjúkrunarfræðinga
    Helga Ólafsdóttir, ritstjóri Tímarits Hjúkrunarfræðinga, kynnti óskir um atvinnuauglýsingar erlendis frá þar sem óskað er eftir hjúkrunarfræðinga til starfa. Þetta var lagt fyrir ritnefnd Tímarits hjúkrunarfræðinga í nóvember 2016 en engin ákvörðun tekin á þeim tíma um þetta mál. Óskað er nú eftir skoðun stjórnar um erlendar atvinnuauglýsingar.
    Umræður: Jákvæð umræða um atvinnuauglýsingar í tímaritinu og samþykkti stjórn að efla atvinnuauglýsingar í tímaritinu bæði hérlendis og erlendis frá.

  6. Breytingar á starfssemi Orlofssjóðs Fíh
    Lagðar eru fram breytingar á starfsreglum Orlofssjóðs. Tillögur á breyttum reglum eru vegna skuldbindingar leigutaka á tjóni, ekki verði leyft að framselja öðrum leiguréttinn, áminnt verði vegna brota á umgengnisreglum og jafnvel svifting leiguréttar og hægt verði að rukka fyrir sérstakt þrifagjald sé þrifum ábótavant.
    Umræður: Stjórn fagnar breytingunum en leggur til frekari breytingar sem fela í sér harðari viðurlög. Afgreiðsla: Guðbjörg mun fara með tillögur stjórnar til stjórnar Orlofssjóðs og óska eftir endurskoðun.

Til kynningar

  1. Heimsóknir á landsbyggðina
    Kynntar voru heimsóknir formanns, fulltrúa stjórnar og sviðsstjóra á landsbyggðina. Fyrirhugaðar heimsóknir eru langt á veg komnar. Helstu málefnin fundanna hafa varðað hvernig leggja á niður svæðisdeild og stofna landsvæðisdeild. Einnig hefur verið farið yfir kjaramál, orlofsmál og fagleg mál. Góð mæting hefur verið á þessa viðburði og góðar umræður skapast á stöðunum. Almenn ánægja hjá félagsmönnum með heimsóknir fulltrúa félagsins á landsbyggðina. Eingöngu tvær heimsóknir eru eftir á dagskrá af tólf: Vestmannaeyjar á 22. mars og Suðurnes 6. apríl.

  2. Breytingar á stjórn Starfsmenntunarsjóðs
    Guðbjörg kynnti breytingar á stjórn Starfsmenntunarstjóðs. Í stjórn Starfsmenntunarsjóðs sátu tveir fulltrúar hjúkrunarfræðinga; Christer Magnússon og Svanhildur Jónsdóttir ásamt einum fulltrúa tilnefndum af fjármálaráðuneytinu og einum fulltrúa tilnefndum af Reykjavíkurborg. Christer hefur undanfarin ár starfað sem formaður starfsmenntunarsjóðs en er núna ekki virkur meðlimur félagsins. Hefur því Aðalheiður Finnbogadóttir tekið við af Christer sem formaður stjórnar Starfsmenntunarsjóðs.
    Afgreiðsla: Samþykktar eru breytingar á stjórn Starfsmenntunarsjóðs og Christer Magnússyni þökkuð vel unnin og óeigingjörn störf í þágu hjúkrunarfræðinga.

  3. Útgáfa skýrslunnar Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa, vinnumarkaður hjúkrunarfræðinga
    Umræður um skýrsluna Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa, vinnumarkaður hjúkrunarfræðinga. Ánægja hjá stjórn með skýrsluna. Hún mun geta nýst sem mikilvægt innlegg í umræðuna um launakjör, starfsumhverfi og skortinn á hjúkrunarfræðingum til starfa á Íslandi í dag. Félagið og stjórnarmeðlimir munu halda áfram að kynna skýrsluna fyrir félagsmönnum og á opinberum vettvangi.

  4. Umsagnir Fíh um verslun með áfengi og tóbak, heilbrigðisáætlun, fæðingar- og foreldraorlof og greiðsluþátttöku sjúklinga
    Kynntar umsagnir sem félagið hefur gefið út um verslun með áfengi og tóbak, heilbrigðisáætlun, fæðingar- og foreldraorlof og greiðsluþátttöku sjúklinga.
    Umræður.

Önnur mál
  1. Beiðni Stundarinnar um launagögn
    Stundin hefur óskað eftir launagögnum formanns og stjórnar Fíh ásamt öðrum launatengdum fríðindum vegna fréttar sem birt verður í næsta tölublaði Stundarinnar. Lagt fyrir stjórn hvort eigi að birta þau gögn eður ei.
    Afgreiðsla: Samþykkt að upplýsingar um launagögn verði veitt.


Fundi slitið kl. 13:30
Svanhildur Ósk Sigurfinnsdóttir, ritari stjórnar Fíh.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála