18.
apríl 2017
Reykjavík 18. apríl 2017
Velferðarnefnd Alþingis
Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um lyfjastefnu til ársins 2022.
Þingskjal 501, 372. mál.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir yfir ánægju með gerð lyfjastefnu sem byggir á þeim megin stoðum sem lýst er í lyfjastefnunni til ársins 2022.
Fíh telur að hjúkrunarfræðingar hafi þekkingu og reynslu sem vert er að nýta við nánari útfærslu á markmiðum og leiðum til að ná henni fram.
Í kaflanum um aukið aðgengi allra landsmanna að nauðsynlegum lyfjum kemur fram að stefna skuli að því að sérmenntaðir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fái talmarkaðan rétt til að ávísa ákveðnum lyfjum.
Fíh fagnar sérstaklega þessari viðbót í lyfjastefnunni og telur að með henni sé stigið mikilvægt skref í því að auka aðgengi landsmanna að nauðsynlegum lyfjum og bættu aðgengi að lyfjum á landsbyggðinni.
Í greinagerðinni með þingsályktunartillögunni er tekið fram að tryggja þurfi aðgengi að lyfjum, bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Huga þurfi sérstaklega að þeim stöðum þar sem þjónusta er takmörkuð. Fíh bendir á að hjúkrunarfræðingar starfa á öllum sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Þeir eru víða út um land eina heilbrigðisstéttin og sú heilbrigðisstétt sem næst stendur sjúklingum, sérstaklega þar sem tímabundinn eða viðvarandi skortur er á læknum. Sífellt fleiri lönd hafa veitt hjúkrunarfræðingum takmarkaða heimild til að ávísa ákveðnum lyfjum. Margra ára góð reynsla er af ýmsum útfærslum af lyfjaávísun hjúkrunarfræðinga með tilskylda þjálfun og réttindi í löndum eins og Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástalíu, Nýja Sjálandi, Írlandi og í Skandinavíu. Ótal rannsóknir hafa sýnt fram á öryggi og gæði þessarar þjónustu.
Þá vill Fíh minna á að til þess að hægt verði að veita sérmenntuðum hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum takmarkaðan rétt til að ávísa ákveðnum lyfjum þarf að gera viðeigandi breytingar á lyfjalögum.
Virðingafyllst,
Guðbjörg Pálsdóttir starfandi formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Velferðarnefnd Alþingis
Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um lyfjastefnu til ársins 2022.
Þingskjal 501, 372. mál.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir yfir ánægju með gerð lyfjastefnu sem byggir á þeim megin stoðum sem lýst er í lyfjastefnunni til ársins 2022.
Fíh telur að hjúkrunarfræðingar hafi þekkingu og reynslu sem vert er að nýta við nánari útfærslu á markmiðum og leiðum til að ná henni fram.
Í kaflanum um aukið aðgengi allra landsmanna að nauðsynlegum lyfjum kemur fram að stefna skuli að því að sérmenntaðir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fái talmarkaðan rétt til að ávísa ákveðnum lyfjum.
Fíh fagnar sérstaklega þessari viðbót í lyfjastefnunni og telur að með henni sé stigið mikilvægt skref í því að auka aðgengi landsmanna að nauðsynlegum lyfjum og bættu aðgengi að lyfjum á landsbyggðinni.
Í greinagerðinni með þingsályktunartillögunni er tekið fram að tryggja þurfi aðgengi að lyfjum, bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Huga þurfi sérstaklega að þeim stöðum þar sem þjónusta er takmörkuð. Fíh bendir á að hjúkrunarfræðingar starfa á öllum sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Þeir eru víða út um land eina heilbrigðisstéttin og sú heilbrigðisstétt sem næst stendur sjúklingum, sérstaklega þar sem tímabundinn eða viðvarandi skortur er á læknum. Sífellt fleiri lönd hafa veitt hjúkrunarfræðingum takmarkaða heimild til að ávísa ákveðnum lyfjum. Margra ára góð reynsla er af ýmsum útfærslum af lyfjaávísun hjúkrunarfræðinga með tilskylda þjálfun og réttindi í löndum eins og Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástalíu, Nýja Sjálandi, Írlandi og í Skandinavíu. Ótal rannsóknir hafa sýnt fram á öryggi og gæði þessarar þjónustu.
Þá vill Fíh minna á að til þess að hægt verði að veita sérmenntuðum hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum takmarkaðan rétt til að ávísa ákveðnum lyfjum þarf að gera viðeigandi breytingar á lyfjalögum.
Virðingafyllst,
Guðbjörg Pálsdóttir starfandi formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga