21.
apríl 2017
Reykjavík, 21.apríl 2017
Alþingi,
b.t. nefndasviðs Alþingis,
Efnahags- og viðskiptanefnd
Efni: Umsögn um 387. mál, frumvarp til laga um brottfall laga um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga og niðurlagningu Eftirlaunasjóðs starfsmanna Útvegsbanka Íslands
Vísað er til tölvuskeytis nefndarsviðs Alþingis til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga („Fíh“), dags. 5.apríl sl., þar sem Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis leitaði eftir umsögn félagsins um ofangreint frumvarp. Óskað var eftir því að umsögn bærist ekki síðar en 21. apríl 2017
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gerir ekki athugasemdir við efni frumvarpsins og lýsir sig fylgjandi því. Ljóst er að gera þarf breytingar á starfsemi Lífeyrisssjóði hjúkrunarfræðinga (LH) þar sem sjóðsfélögum sjóðsins fer ört fækkandi og hjúkrunarfræðingar sem þiggja lífeyri frá sjóðnum eru mun fleiri en þeir sem greiða inn í sjóðinn. Ljóst var að ganga hefði þurft á bakábyrgð launagreiðanda á sjóðnum í byrjun árs 2018 að óbreyttu og hefði slík ráðstöfun getað reynst heilbrigðisstofnunum erfið.
Frumvarpið er í samræmi við eina af þeim leiðum sem lögð var til í úttrekt sem gerð var á hagkvæmni þess að sameina LH og LSR árið 2013 og síðan endurnýjuð árið 2016. Í úttektinni voru lagðar fram þrjár mismunandi leiðir við sameiningu. Leiðin sem farin er í frumvarpinu er sú sem lengst gekk með fullri sameiningu sjóðanna. Í frumvarpinu er þess jafnframt gætt að enginn sjóðsfélagi LH tapi áunnum rétti við sameiningu sjóðanna. Fíh lýsir yfir ánægju með þetta og telur að verði frumvarpið samþykkt muni sameining LH og LSR verða sjóðsfélögum LH til góða.
Virðingarfyllst,
f.h. Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,
Guðbjörg Pálsdóttir
formaður Fíh
Gunnar Helgason
sviðstjóri kjara- og réttindasviðs
Alþingi,
b.t. nefndasviðs Alþingis,
Efnahags- og viðskiptanefnd
Efni: Umsögn um 387. mál, frumvarp til laga um brottfall laga um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga og niðurlagningu Eftirlaunasjóðs starfsmanna Útvegsbanka Íslands
Vísað er til tölvuskeytis nefndarsviðs Alþingis til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga („Fíh“), dags. 5.apríl sl., þar sem Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis leitaði eftir umsögn félagsins um ofangreint frumvarp. Óskað var eftir því að umsögn bærist ekki síðar en 21. apríl 2017
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gerir ekki athugasemdir við efni frumvarpsins og lýsir sig fylgjandi því. Ljóst er að gera þarf breytingar á starfsemi Lífeyrisssjóði hjúkrunarfræðinga (LH) þar sem sjóðsfélögum sjóðsins fer ört fækkandi og hjúkrunarfræðingar sem þiggja lífeyri frá sjóðnum eru mun fleiri en þeir sem greiða inn í sjóðinn. Ljóst var að ganga hefði þurft á bakábyrgð launagreiðanda á sjóðnum í byrjun árs 2018 að óbreyttu og hefði slík ráðstöfun getað reynst heilbrigðisstofnunum erfið.
Frumvarpið er í samræmi við eina af þeim leiðum sem lögð var til í úttrekt sem gerð var á hagkvæmni þess að sameina LH og LSR árið 2013 og síðan endurnýjuð árið 2016. Í úttektinni voru lagðar fram þrjár mismunandi leiðir við sameiningu. Leiðin sem farin er í frumvarpinu er sú sem lengst gekk með fullri sameiningu sjóðanna. Í frumvarpinu er þess jafnframt gætt að enginn sjóðsfélagi LH tapi áunnum rétti við sameiningu sjóðanna. Fíh lýsir yfir ánægju með þetta og telur að verði frumvarpið samþykkt muni sameining LH og LSR verða sjóðsfélögum LH til góða.
Virðingarfyllst,
f.h. Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,
Guðbjörg Pálsdóttir
formaður Fíh
Gunnar Helgason
sviðstjóri kjara- og réttindasviðs