Hjukrun.is-print-version

Ályktun aðalfundar Fíh um starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
18. maí 2017
Reykjavík 18. maí 2017

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra
Velferðarráðuneytið
Skógarhlíð 6
105 Reykjavík

Efni: Ályktun aðalfundar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga

Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, haldinn 18. maí 2017, lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fækkunar starfandi hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum.

Félagið skorar á stjórnvöld að stuðla að bættu starfsumhverfi og hækkun launa til þess að fleiri hjúkrunarfræðingar kjósi að vinna á heilbrigðisstofnunum landsins.

Í nýrri skýrslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga er bent á mikilvægi þess fyrir heilbrigðiskerfið að vel sé mannað af hjúkrunarfræðingum.
Brýnt er að bregðast við strax til að tryggja að hægt sé að veita fullnægjandi heilbrigðisþjónustu með öryggi sjúklinga að leiðarljósi.

F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Guðbjörg Pálsdóttir formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála