Hjukrun.is-print-version

1. fundur stjórnar Fíh 2017 – 2018

RSSfréttir
31. maí 2017
þriðjudagur 31. maí 2017 kl. 10:30-12:30

Mættir:
Anna María Þórðardóttir, Arndís Jónsdóttir, Díana Dröfn Heiðarsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir,Halla Eiríksdóttir, Helga Bragadóttir, Hildur Björk Sigurðardóttir og Þura B. Hreinsdóttir.

Boðuð forföll:
Engin forföll.

Á fjarfundi:
Enginn.

Til afgreiðslu:
  1. Fundargerð síðasta fundar
    Afgreiðsla: Samþykkt af fyrri stjórnarmeðlimum og aðrir sátu hjá.

  2.  Kosning varaformanns, ritara og gjaldkera stjórnar
    Formaður stýrði kosningu. Einn var í framboði til hvers embættis og því engin mótframboð. Arndís Jónsdóttir var kjörin varaformaður. Gjaldkeri stjórnar var kosinn Díana Dröfn Heiðarsdóttir. Ritari stjórnar var kosinn Hildur Björk Sigurðardóttir.

  3. Fundaráætlun stjórnar 2017-2018 og ákvörðun um aðalfund 2018
    Lagt var fram fundaráætlun stjórnar fyrir næsta starfsár. Breyting var gerð á fundatímum, sem verða nú frá klukkan 10:30-13:30 í stað 09:30 -13:30. Fundartími getur þó lengst til 16:00 ef efni fundarins krefst þess hverju sinni. Reiknað er með að stjórnarmenn og varamenn verði allir á stjórnarfundi í Reykjavík 15.ágúst, 5. desember og 15. maí 2018. Samkomulag um fjarfundi verður á milli formanns og stjórnarmanna eftir þörfum. Geti aðalmenn ekki mætt á fund munu varamenn koma inn eftir þörfum,.
    Afgreiðsla: Fundaráætlun samþykkt. Aðalfundur næsta árs verður fimmtudaginn 17. maí 2018.


Til kynningar:
  1. Kynning á skýrslu um félagatal Fíh
    Formaður kynnti nýbirta skýrslu: DK og félagar, upplýsingar um félaga í Fíh í félagatali og tillögur að bættu verklagi en hana unnu Eva Hjörtína Ólafsdóttir, Guðrún Andrea Guðmundsdóttir, Herdís Lilja Jónsdóttir (sem stýrði vinnunni) og Steinunn Helga Björnsdóttir. Tilgangurinn var að skoða betur skráningu félagsmanna í kerfinu, sjá hvaða frekari möguleikar eru á upplýsingaveitu úr því og bæta innra verklag á skrifstofunni. Ákveðið hefur verið á fundi með starfsmönnum 30. maí síðastliðinn að innleiða þessar breytingar á skrifstofunni.
    Afgreiðsla: Mikil ánægja var með vinnuna á meðal stjórnarmeðlima og innleiðingin studd.


Til umræðu:


  1. Upplýsingar frá nýafstöðnum fundi ICN (International Council of Nurses)
    Formaður og varaformaður sögðu frá fundi sem þeir sóttu á vegum ICN 25. – 27. maí í Barcelona. Fólksflutningar voru eitt megin umfjöllunarefni fundarins, þ.e. innflytjendur, flóttafólk og vegalaust fólk innan eigin lands (displaced persons) og þær heilsufarslegu, félagslegu og efnahagslegu afleiðingar sem þetta hefur í för með sér. Jafnframt voru venjuleg aðalfundarstörf s.s. kosning nýrra stjórnarmeðlima og var ánægjulegt að Karen Björo, varaformaður norska hjúkrunarfélagsins var kosin í stjórn ICN.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:00
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála