Mættir:
Anna María Þórðardóttir, Díana Dröfn Heiðarsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir,Halla Eiríksdóttir, Hildur Björk Sigurðardóttir og Þura B. Hreinsdóttir
Boðuð forföll:
Helga Bragadóttir og Arndís Jónsdóttir
Gestir:
Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh og Herdís Lilja Jónsdóttir, vef- og verkefnastjóri Fíh
Fundarritari:
Hildur Björk Sigurðardóttir
Til afgreiðslu:
-
Fundargerð 1. fundar stjórnar Fíh
Afgreiðsla: samþykkt.
Til umræðu/til kynningar :
-
Kynning á nýrri vefsíðu Fíh
Herdís Lilja Jónsdóttir vef- og verkefnastjóri FÍH kynnti drög að nýrri vefsíðu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vefsíðan mun verða tekin í notkun í haust (2017) og er aðalmarkmiðið með nýrri vefsíðu að fanga áhuga lesenda síðunnar, bæta notendagildið og koma á framfæri mikilvægum tilkynningum sem og áhugaverðu efni.
-
Staða kjaramála
Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs fór yfir stöðu kjaramála. Farið var yfir stöðuna út frá starfsáætlun næsta árs, auk þess sem rætt var um breytingar á lífeyrissréttindum sem urðu í sumar.
Aðal breytingin fólst í að ávinnsla réttinda í sjóðnum verður aldurstengd en ekki jöfn. Samhliða þessum breytingum greiddi ríkissjóður LSR eingreiðslu sem á að tryggja núverandi sjóðsfélögum óbreytt lífeyrissréttindi með svokölluðum lífeyrisauka. Fíh hefur fengið bréf frá LSR þar sem sjóðurinn tilkynnir félaginu að það þurfi að greiða 5,85% til að tryggja áframhaldandi réttindi starfsmanna Fíh til þessa lífeyrisauka þar sem félagið sem vinnuveitandi fellur ekki undir skilgreiningu þeirra vinnuveitenda sem undanþegnir eru greiðslu gjaldsins. Gunnar fór yfir minnisblað frá JS lögmannsstofu þar sem Jón Sigurðsson hrl. svarar fyrirspurn félagsins varðandi ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytis um að Fíh falli undir flokk launagreiðenda um sérstakt iðgjald. Útgangspunktur lögmanns Fíh er að félagið sé með lögbundin framlög og því gangi svar fjármálaráðuneytisins ekki upp um að félaginu sé skylt að borga iðgjaldið.
Bréfaskriftir hafa gengið á milli Fíh og fjármála- og efnahagsráðuneytis varðandi þetta álitaefni en stendur ráðuneytið fast við sína ákvörðun um að félaginu beri að greiða sérstakt iðgjald til A-deildar LSR. Ljóst er að fjármagnið sem um ræðir sem félagið þyrfti að borga nemur nokkrum milljónum á ári hverju. Stjórn þarf að ákveða hvort að láta eigi kyrrt liggja eða fara með málið annað hvort til umboðsmanns Alþingis eða fyrir dómstóla.
Afgreiðsla: Umræður um næstu skref, farið yfir kosti og galla þess að gera ekkert eða fara með málið áfram. Ákveðið að fresta málinu til næsta fundar þar sem endanleg ákvörðun um næstu skref verða tekin.
-
Starfsáætlun stjórnar 2017-2018
Á fundinum var farið yfir starfsáætlun stjórnar 2017-2018 sem samþykkt var á síðasta aðalfundi. Rætt var nánar um hvert atriði fyrir sig. Ákveðið var að næsti fundardagur stjórnar, 19. september, yrði vinnudagur þar sem unnið verður áfram með núgildandi starfsáætlun.
Áherslupunktur starfsáætlunarinnar er fyrst og fremst skortur á mönnun hjúkrunarfræðinga og liggur vandmálið aðallega í lélegum launakjörum og því starfsumhverfi sem hjúkrunarfræðingar starfa við. Umræður um hvaða áhrif félagið getur haft til að fjölga hjúkrunarfræðingum sem starfa við hjúkrun.
Félagið hefur komið með ýmsar tillögur til lausna, bæði til að fjölga hjúkrunarfræðingum í námi og halda hjúkrunarfræðingum í starfi.
Afgreiðsla: Vinnudagur stjórnar verður 19. september og koma stjórnarmenn með tillögur varðandi nálgun verkefnanna fyrir 1. september inn á Basecamp.
-
Fjárhagsáætlun 100 ára afmælisnefndar Fíh
Lögð er fram fjárhagsáætlun frá afmælisnefnd Fíh vegna 100 ára afmælisins 2019. Mikill metnaður er hjá nefndinni fyrir afmælið og fagnar stjórnin því.
Afgreiðsla: Formaður mun skoða fjárhagsáætlunina nánar með fjármálastjóra og síðan tekin aftur fyrir á næsta stjórnarfundi.
-
Móttaka nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga hjá Fíh 6. okt
Föstudaginn 6. október verður árleg móttaka nýbrautskráðra hjúkrunarfræðinga í húsnæði Fíh. Þar verða þeir boðnir velkomnir í félagið auk þess sem þeir munu fá afhenta nælu félagsins. Formaður óskar eftir að einhverjir stjórnarmeðlimir mæti einnig og bjóði þá velkomna.
-
Hjúkrun 2017 – Fram í sviðsljósið
Dagana 28. – 29. september verður ráðstefnan Hjúkrun 2017 – Fram í sviðsljósið haldin á Hilton Reykjavík Nordica. Opnað hefur verið fyrir skráningu og vonast eftir góðri þátttöku enda dagskráin fjölbreytt.
Afgreiðsla: Stjórnarmeðlimir mæta á ráðstefnuna.
Önnur mál
-
Endurskoðun kerfismála á skrifstofu Fíh
Ljóst er að kerfismál og tölvubúnaður skrifstofunnar þarfnast yfirferðar og verður það eitt af verkefnum vetrarins.
Afgreiðsla: Herdís Lilja Jónsdóttir vef- og verkefnastjóri mun leiða verkefnið sem fer af stað í haust.
-
Hjúkrunarfræðingar af erlendum uppruna og/eða menntaðir erlendis
Bæta þarf stuðning og ferli hjúkrunarfræðinga með erlend hjúkrunarleyfi sem eru að reyna að fá íslenskt hjúkrunarleyfi. Fíh hefur ákveðið að setja þetta sem eitt af áherslu verkefnum vetrarins og þarf að vinna það í samvinnu við háskólana, Landlæknisembættið og fleiri aðila.
Afgreiðsla: stjórnin fagnar þessu átaki, mun formaður leiða verkefnið af hálfu Fíh.
Næsti fundur stjórnar er áætlaður 19. september 2017.
Fundi slitið kl. 15:20 Hildur Björk Sigurðardóttir, ritari Fíh