þriðjudagur 5. desember 2017 kl. 10:30-14:30
Mættir:
Anna María Þórðardóttir, Díana Dröfn Heiðarsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, Hildur Björk Sigurðardóttir, Helga Bragadóttir, Arndís Jónsdóttir og Þura B. Hreinsdóttir.
Boðuð forföll:
Halla Eiríksdóttir.
Gestir:
Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri Fíh, Aðalbjörg Finnbogadóttir, sviðsstjóri fagsviðs og Gunnar Helgason sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs.
Fundarritari:
Hildur Björk Sigurðardóttir
Til afgreiðslu:
-
Fundargerð 4. fundar stjórnar Fíh
Afgreiðsla: samþykkt. -
Starfsreglur stjórnar
Afgreiðsla: Undirskrift samþykktra starfsreglna stjórnar.
Til umræðu:
-
Fjárhagsáætlun 2018
a. Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri fór yfir lokadrög að fjárhagsáætlun Fíh 2018. Ákveðið hefur verið að stofna muna- og minjanefnd og því koma nýir kostnaðarliðir inn í fjárhagsáætlun næsta árs. Einnig þarf að setja upp skjalastjórnunarkerfi vegna aukinna krafna um örugga varðveislu gagna félagsins.
b. Tillaga er um hækkun heilsustyrks úr 35.000 kr. í 45.000 kr.
c. Tillaga er um hækkun styrks fagdeilda frá 250.000 kr. í 300.000 kr.
Vinnudeilusjóður: Niðurstaðan er hagnaður upp á 26.879.000 kr.
Styrktarsjóður: Niðurstaðan er tap upp á 920.000 kr. vegna hækkunar á styrkjum.
Starfsmenntunarsjóður: Sjóðurinn kemur út á sléttu eða 1000 kr. í hagnað.
Orlofssjóður: Niðurstaðan er hagnaður upp á 5.904.900 kr. sem er hærra en árið 2017. Ástæðan er hækkun iðgjalda sem og annarra tekna. Rekstrargjöldin hækka þó töluvert vegna aukinna útgjalda styrkja, leigugjalda og hótelmiða en samt sem áður er niðurstaðan hagnaður.
Afgreiðsla: Fjárhagsáætlun 2018 er samþykkt einróma, þ.á.m. tillaga um hækkun heilsustyrks.
-
Staða kjaramála
Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs fór yfir stöðu kjaramála.
Upplýsingar um launakjör hjúkrunarfræðinga á Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafa fengist. Tekið hefur um ár að fá þessar upplýsingar og hefur verið mikil tregða hjá forsvarsmönnum stofnana að veita þessar upplýsingar. Næsta skref er að fara yfir upplýsingarnar og taka ákvörðun um hvernig eigi að vinna með þær. Skoða þarf þessar upplýsingar m.t.t. jafnréttismála og samanburðar við aðra fagstéttir sem hjúkrunarfræðingar bera sín launakjör við. Gunnar kynnti einnig nýtt verkefni á vegum Landspítala svokallað Hekluverkefni sem snýr að mönnun í hjúkrun. Verkefnið á að hvetja til hærra starfshlutfalls, minni yfirvinnu, betra starfsumhverfis og reyna nýja útfærslu á launahækkun. Áhugavert að sjá hvernig þessi útfærsla hefur áhrif á þann skort á hjúkrunarfræðingum sem er til staðar hjá Landspítala og hvort aðra stofnanir geti fylgt á eftir.
Umræður: Launaröðun hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum var rædd og ljóst að það er lítil launastefna í gangi hjá heilbrigðisstofnunum. Ekkert sem gefur til kynna að þessar stofnanir ætli að vinna með launasetningu hjúkrunarfræðinga. Mikilvægt að upplýsa hjúkrunarfræðinga betur um sín réttindi og auka aðgengi þeirra að mikilvægum upplýsingum. Í farvatninu er hönnun á reiknivél þar sem hjúkrunarfræðingar geta verið meira meðvitað um hvaða launum þeir eiga rétt á o.s.frv.
-
Fréttir frá fagsviði og Muna- og minjanefnd
Aðalbjörg Finnbogadóttir, sviðsstjóri fagsviðs fór yfir starf sviðsins á árinu og það sem er framundan.
a. Á þessu ári var unnið að stofnun landsvæðadeilda. Tvær landsvæðadeildir voru stofnaðar á árinu, deild hjúkrunarfræðinga á Akranesi og nágrenni og deild hjúkrunarfræðinga á Norðvesturlandi.
b. Aðalbjörg sagði fréttir af Muna- og minjanefnd sem áætlað er að verði stofnuð á næsta ári. Þessi nefnd mun sjá um varðveislu muna og minja sem og sögu hjúkrunar.
c. Málþing um vinnuumhverfi og líðan í starfi hjúkrunarfræðinga verður haldið eftir áramót.
d. Skipulag vegna 100 ára afmæli félagsins er nú þegar hafið. Skipað hefur verið í nefndir og er verið að skiptast á hugmyndum og þróa dagskránna. Steinunn Sigurðardóttir formaður undirbúningsnefndar fór ásamt Sigþrúði Ingimundardóttur á fund Gunnars Svavarssonar framkvæmdastjóra Nýs Landspítala til að tala fyrir hugmyndinni um að láta útbúa styttu af Halldóru konu Víga-Glúms og koma fyrir í eða við nýja spítalann. Mjög vel var tekið í hugmyndina og eru bæði arkitektar og landslagsarkitektar nýja spítalans farnir að skoða málið.
e. Tæplega 500 hjúkrunarfræðingar sóttu um styrk í starfsmenntunarsjóð í desember en alls bárust 1070 umsóknir á árinu. Árið 2016 bárust sjóðnum 1210 umsóknir. -
Maskínu rannsókn
Maskína hefur lokið könnun á vegum Fíh um m.a. líðan hjúkrunarfræðinga í starfi og starfsumhverfi. Svarhlutfall var 74.2% og 2151 hjúkrunarfræðingur sem tók þátt í könnuninni.
Umræður: Ánægja er með gerð þessarar könnunar. Niðurstöður hennar virðast í takt við þær umræður sem hafa verið á meðal hjúkrunarfræðinga á síðastliðnum árum og áratugum. Rætt um mikilvægi þess að félagið hafi þessar tölur í höndunum til að styrkja sinn málstað. Nauðsynlegt að vinna vel úr niðurstöðunum áður en þær verða kynntar almenningi.
-
Framlag til deilda
Tillaga um að hækka styrk til fagdeilda félagsins, frá 250.000 kr í 300.000 kr. Verið er að koma til móts við beiðni fagdeilda um hærri styrk.
Umræður: Rætt er um hvort það sé eðlileg krafa að til þess að fagdeildir fái slíkan styrk megi eigið fé fagdeilda ekki vera meira en 500.000 kr. Umræður um hvort fagdeildir eigi að skila árlega ársreikningi þegar þeir sækja um grunnstyrk. Það sé eðlilegt að fagdeildir séu ekki með mikið eigið fé, heldur nýti það og ætti það að ýta undir virkni fagdeilda.
Afgreiðsla: Upphæðirnar skoðast samþykktar.
Anna María Þórðardóttir mun skoða sérstaklega hvernig sérstökum styrktarreikningum fagdeilda er háttað.
-
Jólakortastyrkur Fíh 2017
Tillaga kom frá stjórnarmeðlimum um að jólakortastyrkur Fíh fari þetta árið til Fyrstu tengsla en það er miðstöð fyrir foreldra og börn þar sem veitt er sérhæfð meðferð fyrir verðandi foreldra og börn að eins árs aldri. Áhersla er lögð á tengsl milli foreldra og barns.
Afgreiðsla: Skoðast samþykkt að veita 300.000 kr. styrk til Fyrstu tengsla. -
Ímyndunarvinna
Afgreiðsla: Tekið fyrir á næsta stjórnarfundi
Til kynningar
-
Nurses are frontline combating antimicrobial resistance
Kynnt er nýútgefin skýrsla European Federation of Nurses Assocations (EFN) um mikilvægi hjúkrunarfræðinga í sýkingavörnum.
Önnur mál
-
Umræður um útgáfu Tímarits hjúkrunarfræðinga og þær jákvæðu breytingar sem hafa verið gerðar á tímaritinu. Haldinn var fundur ritstjóra hjúkrunartímarita í Evrópu á Íslandi í nóvember og kom þar fram tækifæri til frekari samvinnu milli ritstjórana. Fyrirhuguð er ráðstefna í Reykjavík í ágúst 2019 meðal ritstjóra akademískra hjúkrunartímarita á alþjóðavísu (INANE = International Academy of Nursing Editors).
-
Hringferðin "við hlustum á þig" er lokið. Mæting félagsmanna var misgóð á milli stofnanna en mikilvægi þessa verkefnis ótvírætt. Þarna skapaðist ákveðinn vettvangur til að skiptast á upplýsingum og ræða mikilvæg málefni hjúkrunarfræðinga.
-
Fara þarf í endurbætur á hluta húsnæðis Fíh. Formaður mun fylgja þessu verkefni eftir.
Stjórnarfundi slitið kl. 14.30.
Næsti fundur stjórnar er áætlaður 9. janúar 2018.
Hildur Björk Sigurðardóttir, ritari Fíh