Hjukrun.is-print-version

Umsögn um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta

RSSfréttir
3. febrúar 2018

Reykjavík 3. febrúar 2018


Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta, 148. löggjafaþing 2017-2018. 50. mál.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) fagnar framkominni tillögu til þingsályktunar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta og lýsir yfir stuðningi við hana.

Fíh vill minna á að hjúkrunarfræðingar eru ein stærsta kvennastéttin hér á landi. Því er nauðsynlegt að Fíh verði með í þeim viðræðum sem gert er ráð fyrir í þingsályktunartillögunni við aðila vinnumarkaðarins um sérstakt átak, þjóðarsátt, um bætt launakjör kvennastétta, þrátt fyrir að félagið sé ekki hluti heildarsamtaka sem teljast aðilar á vinnumarkaði.

Samkvæmt skýrslu Fíh um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga "Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa! Vinnumarkaður hjúkrunarfræðinga" sem gefin var út 2017 eru hjúkrunarfræðingar með 20% lægri laun en stéttir með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi og hafa karlmenn í meirihluta. Skýrsla Ríkisendurskoðunar, "Hjúkrunarfæðingar. Mönnun, menntun og starfsumhverfi" sem gefin var út í október 2017 sýnir einnig að meðal dagvinnulaun félaga í BHM voru 12% hærri en hjúkrunarfræðinga og launakjör sem hjúkrunarfræðingum bjóðast eru ein helsta ástæða þess að hjúkrunarfræðingar leita í önnur störf.

Virðingafyllst,

Guðbjörg Pálsdóttir starfandi formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála