Hjukrun.is-print-version

Umsögn um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur

RSSfréttir
16. mars 2018

Reykjavík 16. mars 2018

Velferðarnefnd Alþingis

Umsögn um frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur
Þingskjal 281 - 202. mál

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga innan Fíh telja að halda skuli áfram að tala um rafsígarettur til að undirstrika tengslin við sígarettur bæði hvað varðar innihaldsefnið nikótín og hvernig þess er neytt þ.e. sogið ofan í lungu og reyknum blásið út líkt og gert þegar sígarettur eru reyktar. Einnig vísað til þess að verið sé að nota þennan búnað í stað sígaretta til að aðstoða fólk við að hætta að reykja. Þá má benda á að í Danmörku er heiti þessar búnaðar "Electronic cigarette" þ.e. rafsígarettur. Óþarfi er að búa til vægara orð yfir þennan búnað.

Fíh telur að sömu lög og reglur eigi að gilda um neyslu, sölu, markaðssetningu og aðgengi rafsígaretta eins og gilda um annað tóbak. Með því móti er hægt að hafa heildstæðar og skýrar reglur varðandi rafsígarettur þar sem lögð er áhersla á forvarnir og eftirlit með sölu, markaðssetningu, aðgengi og hvar megi og megi ekki nota þær.

Fíh telur sérstaklega mikilvægt að koma í veg fyrir að börn og unglingar byrji að nota rafsígarettur sem í framhaldinu geti leitt til sígarettureykinga. Því ætti fyrsta stigs forvarnir að vera forgangsatriði varðandi löggjöf um rafsígarettur. Mikilvægt er að missa ekki niður þann einstaka árangur sem náðst hefur gegn reykingum ungmenna hér á landi.

F.h. Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Fagdeildar lungnahjúkrunarfræðinga

Guðbjörg Pálsdóttir formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála