21.
mars 2018
Miðvikudaginn 21. mars 2018 kl. 10:30-15:00
Mættir: Arndís Jónsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Anna María Þórðardóttir, Hildur Björk Sigurðardóttir, Helga Bragadóttir og Þura B. Hreinsdóttir.
Boðuð forföll: Díana Dröfn Heiðarsdóttir.
Fjarfundur: Halla Eiríksdóttir
Gestir: Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri Fíh, Gunnar Helgason sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh og Sigurður Ýmir Sigurjónsson hagsmunafulltrúi hjúkrunarfræðideildar HÍ.
Fundarritari: Hildur Björk Sigurðardóttir.
Mættir: Arndís Jónsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Anna María Þórðardóttir, Hildur Björk Sigurðardóttir, Helga Bragadóttir og Þura B. Hreinsdóttir.
Boðuð forföll: Díana Dröfn Heiðarsdóttir.
Fjarfundur: Halla Eiríksdóttir
Gestir: Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri Fíh, Gunnar Helgason sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh og Sigurður Ýmir Sigurjónsson hagsmunafulltrúi hjúkrunarfræðideildar HÍ.
Fundarritari: Hildur Björk Sigurðardóttir.
Til afgreiðslu:
- Fundargerð 6. fundar stjórnar Fíh
Afgreiðsla: Samþykkt.
Til umræðu:
- Endurgreiðsla hámarksiðgjalda til félagsmanna
Í fjarveru Díönu Drafnar Heiðarsdóttur gjaldkera lagði formaður i fram tillögu þess efnis að tímabært væri að hækka hámarksiðgjöld til félagsmanna úr 90 þ.kr. í 105.000 kr. Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri fylgdi tillögunni eftir. Þetta muni þjóna tilgangi þeirra sem eru með lægri laun og jafna hlutfall allra hjúkrunarfræðinga.
Afgreiðsla: Tillaga um að hámarksgreiðsla á ári fyrir hvern félagsmann verði hækkuð og verði aldrei hærri en 105.000 kr. er samþykkt af öllum stjórnarmeðlimum. Díana Dröfn Heiðarsdóttir gjaldkeri mun leggja tillöguna fram á aðalfundi Fíh í maí næstkomandi.
- Fjölgun karlmanna í hjúkrun
Stjórn Fíh hefur samþykkt að greiða skólagjöld fyrir karlmenn sem fara í hjúkrun, sjá 6. fundargerð stjórnar Fíh. Umræður hafa farið í gang um þetta verkefni í háskólasamfélaginu, sérstaklega í kjölfar háskóladagsins sem var haldinn 3. mars síðastliðinn.
Afgreiðsla: Starfsmenn Fíh munu fara í að kynna verkefnið fyrir nemendum hjúkrunarfræðideildanna sem og að kynna og auglýsa verkefnið fyrir samfélaginu. - Áherslur í starfi Fíh næsta starfsár
Umræður um ársskýrsluna og áherslur i starfi stjórnar 2017-2018.
Afgreiðsla: Umræðum verður haldið áfram á lokuðu rafrænu vinnusvæði stjórnar. - 100 ára afmælisár Fíh
Umræður um hvernig verkefnið í kringum 100 ára afmæli Fíh stendur. Mikil tilhlökkun er fyrir afmælisárinu og ljóst að þar verður mikið um að vera. Stjórnarmeðlimir fóru yfir þau mál sem snerta ákvarðanatöku stjórnar er varðar þætti tengda 100 ára afmælinu.
Afgreiðsla: Verkefnið er að mestu í höndum 100 ára afmælisnefndar Fíh en stjórnarmeðlimir munu fara yfir á næstu fundum þá þætti sem stjórn þarf að taka ákvörðun um varðandi afmæliðárið. - Endurskoðun starfsreglna sjóða og nefnda Fíh
Rætt um endurskoðun starfsreglna sjóða og nefnda Fíh og mikilvægi þess að samræma reglur a milli þessara sjóða og sem áður hefur verið rætt um á stjórnarfundum. Umræða um breytingu á starfsreglunum.
Afgreiðsla: Starfsmenn Fíh munu halda áfram að vinna í að samræma þessar reglur og munu stjórnarmeðlimir einnig koma að þeirri vinnu sem síðan verða bornar undir stjórn Fíh. - Launasetning svæðisstjóra – kæra til Kærunefndar jafnréttismála
Gunnar Helgason sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh gerði greni fyrir stöðu mála tengt launasetningu svæðisstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Trúnaðarmál - Heimsókn frá fulltrúa nemendafélags hjúkrunarfræðideildar HÍ
Sigurður Ýmir Sigurjónsson hagsmunafulltrúi nemendafélags hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands kom á fund stjórnar og svaraði spurningum stjórnarmeðlima Fíh fyrir hönd beggja nemendafélaga en Lísa Margrét Rúnarsdóttir nemendafulltrúi frá hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri var forfölluð. Tilgangurinn með heimsókninni var að auka samstarf á milli hjúkrunarfræðinema og Fíh og skapa þannig vettvang fyrir umræður er varðar væntingar hjúkrunarfræðinema til Fíh og fá vitneskju um hver staðan á hjúkrunarfræðinemum væri í dag. Sigurður Ýmir svaraði spurningum stjórnarmeðlima og góðar umræður sköpuðust um málefni nemenda.
Afgreiðsla: Stjórnarmenn fengu góðar ábendingar sem unnið verður með áfram innan stjórnar. Jafnframt verða fulltrúar nemenda reglulegir gestir á stjórnarfundum Fíh í framtíðinni. Einnig munu þeir vera með innlegg til félagsmanna á aðalfundi félagsins 24. maí næstkomandi. - Starfsemi og starfsmannahald skrifstofu Fíh
Trúnaðarmál. - Breytingar á reglum Starfsmenntunarsjóðs Fíh
Breytingar hafa verið gerðar á reglum starfsmenntunarsjóðs Fíh.
Afgreiðsla: Stjórnarmeðlimir munu yfirfara breytingar á reglum starfsmenntunarsjóðs Fíh inn á stjórnar Fíh.
Tilkynningar:
- Jafnlaunavottun
Halla Eiríksdóttir stjórnarmeðlimur Fíh fór yfir jafnlaunavottun og hver aðkoma stéttarfélaga er að því verkefni. Ný reglugerð fjallar um að fyrirtæki sem eru með 25 starfsmenn eða fleiri hafi skuldbindingar til að sýna fram á jafnlaunastefnu. Stéttarfélög og aðkoma þeirra er ekkert sérstök i dag. Hagsmunaaðilar atvinnumarkaðarins ætla að taka sig saman um hvaða línu þau vilja setja i jafnalaunastefnu. Fíh hefur enga skyldu með svona fáa starfsmenn og hefur ekki hlutverk gagnvart stofnunum sem félagsmenn Fíh vinna hjá. Það er Jafnréttisstofa sem framfylgir þessari jafnlaunastefnu eftir.
Afgreiðsla: Fíh hefur engum skyldum að gegna varðandi jafnlaunavottun með svo fáa starfsmenn og hefur ekki hlutverk gagnvart stofnunum sem félagsmenn þeirra vinna hjá. Því mun stjórn Fíh ekki aðhafast meira í þessu máli. - Áhættumat gagna hjá Fíh vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar
Sérfræðingur frá Advania mun halda fræðslu fyrir alla starfsmenn Fíh í þessari viku varðandi nýja persónuverndarlöggjöf. Þar mun hann fara yfir hvað felst í þessari nýju persónuverndarlöggjöf og fara yfir verklag með hverjum og einum starfsmanni m.t.t. hvaða gögn viðkomandi er að meðhöndla. Fíh mun því tryggja með þessu að ákveðnu verklagi verði komið á til að mæta nýrri persónuverndarlöggjöf. - Málþing Fíh um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga 28. febrúar Málþingið þótti vel heppnað og sóttu yfir 260 hjúkrunarfræðingar það, auk þess sem rúmlega 70 fylgdust með streymi á facebook síðu félagsins. Upptakan af málþinginu er ennþá sýnileg á facebook. Miklar og góðar umræður sköpuðust.
Afgreiðsla: Stjórn Fíh mun fylgja eftir þeim ábendingum sem þar komu fram
Stjórnarfundi slitið kl. 15.00
Næsti fundur stjórnar er áætlaður 8. maí 2018 kl. 10:30.
Hildur Björk Sigurðardóttir, ritari Fíh