Hjukrun.is-print-version

8. fundur stjórnar Fíh 2017 – 2018

RSSfréttir
24. apríl 2018
þriðjudaginn 24. apríl 2018 kl. 16:00-18:00

Mættir: Arndís Jónsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Anna María Þórðardóttir, Hildur Björk Sigurðardóttir, og Þura B. Hreinsdóttir.

Boðuð forföll: Díana Dröfn Heiðarsdóttir, Helga Bragadóttir og Guðrún Yrsa Ómarsdóttir.

Fjarfundur: Halla Eiríksdóttir

Til umræðu:

  1. Fjölgun karlmanna í hjúkrun
    Umræður um átak stjórnar um fjölgun karlmanna í hjúkrunarfræði sem felur í sér endurgreiðslu skráningargjalda til þeirra karlmanna er ljúka hverju skólaári í hjúkrunarfræði, með vísan í jafnréttislög.
    Afgreiðsla: Eftir umræður ákvað stjórn að halda sig við sína fyrri ákvörðun um að bjóða þeim karlmönnum sem nema hjúkrunarfræði endurgreiðslu á skráningargjöldum háskólanna og skila námsframvindu eftir hvert skólaár.

Önnur mál:

  1.  Aðalfundur 24. maí 2018
    Dagskrá aðalfundar voru rædd en aðalfundur verður haldinn 24. maí næstkomandi.

  2. Mannauðsmál Fíh
    Auglýsa þarf eftir starfsmanni á kjara- og réttindasviði vegna mikillar þarfar á frekari þjónustu til félagsmanna og nýs sviðsstjóra fagsviðs. Fengin verður aðstoð við ráðningarferlið frá utanaðkomandi aðila. Þessi störf verða auglýst fljótlega.

  3. #metoo-byltingin
    Formaður upplýsti stjórn um vinnu innan Fíh sem er hafin í kjölfar #metoo-byltingarinnar en ljóst er að ábyrgð stéttarfélaga er mikil í þessum efnum.

Fundi slitið kl.: 18:00
Næsti fundur stjórnar er 8. maí 2018 kl. 10:30.


Hildur Björk Sigurðardóttir, ritari Fíh
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála