Ályktun aðalfundar og fagdeildar stjórnenda í hjúkun um tafarlausar samningaviðræður við hjúkrunarfræðinga
24.
maí 2018
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fagdeild stjórnenda í hjúkrun skora á stjórnvöld að hefja tafarlaust samningaviðræður við hjúkrunarfræðinga og bíða ekki þar til gerðardómur frá 2015, á kjarasamning hjúkrunarfræðinga í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, fellur úr gildi 2019.
Stjórnendur í hjúkrun hafa miklar áhyggjur af vaxandi skorti á hjúkrunarfræðingum. Laun hjúkrunarfræðinga eru ekki sambærileg við þau kjör sem þeim bjóðast við önnur störf. Það hefur valdið flótta úr stéttinni og of lítilli nýliðun. Margir hætta að starfa við hjúkrun eftir nám vegna launa og of fáir ljúka námi. Brýnt er að snúa þessari þróun við því skortur á hjúkrunarfræðingum veldur óeðlilegu álagi á þá sem eru við störf og getur þannig ógnað öryggi sjúklinga.