Hjukrun.is-print-version

Ályktun um fjárveitingar til heilbrigðisþjónustu

RSSfréttir
24. maí 2018


Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, haldinn fimmtudaginn 24. maí 2018, lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðu heilbrigðiskerfisins. Skortur á hjúkrunarfræðingum er þegar farinn að hafa neikvæð áhrif á þá þjónustu sem veitt er innan þess. Má þar nefna lokanir á legurýmum, frestun aðgerða og óviðunandi þjónustu við aldraða í heimahúsum og á hjúkrunarheimilum. Skortur á hjúkrunarfræðingum hefur áhrif á öryggi sjúklinga og gæði þjónustunnar. Brýnt er að stjórnvöld grípi tafarlaust til aðgerða til að bæta mönnun í hjúkrun nú og til framtíðar.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála