Hjukrun.is-print-version

Ályktun um kjör hjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
24. maí 2018

Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, haldinn fimmtudaginn 24. maí 2018, lýsir yfir þungum áhyggjum vegna kjara hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar leita í vaxandi mæli í önnur störf og vega þar þyngst kjör þeirra sem endurspegla ekki menntun og ábyrgð. Munur á dagvinnulaunum hjúkrunarfræðinga og annarra með sambærilega menntun og ábyrgð er um 20%. Í nýlegri könnun á kjörum og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sem félagið lét gera kemur fram að yfir 70% félagsmanna eru óánægðir með kjör sín og yfir 85 % telja álag í starfi vera mikið.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ítrekar að greiða þarf hjúkrunarfræðingum laun í samræmi við menntun og ábyrgð og skorar á yfirvöld að leiðrétta tafarlaust kjör þeirra og stuðla þannig að fullnægjandi mönnun hjúkrunarfræðinga til að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála