14.
ágúst 2018
þriðjudaginn 14. ágúst 2018 kl. 13:00-16:10
Mættir: Anna María Þórðardóttir, Arndís Jónsdóttir, Gísli Nils Einarsson, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, Helena Eydal, Halla Eiríksdóttir og Hildur Björk Sigurðardóttir.
Boðuð forföll: Engin.
Gestir: Gunnar Helgason sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs, Aðalbjörg Finnbogadóttir sviðsstjóri fagsviðs, Eva Hjörtína Ólafsdóttir kjararáðgjafi, Steinunn Sigurðardóttir formaður afmælisnefndar og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir og Margrét I Hallgrímsson, formenn hátíðardagskrárnefndar.
Anna María Þórðardóttir, ritari Fíh
Mættir: Anna María Þórðardóttir, Arndís Jónsdóttir, Gísli Nils Einarsson, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, Helena Eydal, Halla Eiríksdóttir og Hildur Björk Sigurðardóttir.
Boðuð forföll: Engin.
Gestir: Gunnar Helgason sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs, Aðalbjörg Finnbogadóttir sviðsstjóri fagsviðs, Eva Hjörtína Ólafsdóttir kjararáðgjafi, Steinunn Sigurðardóttir formaður afmælisnefndar og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir og Margrét I Hallgrímsson, formenn hátíðardagskrárnefndar.
Til afgreiðslu:
- Fundargerð 1. fundar stjórnar Fíh
Afgreiðsla: Samþykkt.
- Kosning nýs ritara stjórnar
Edda Dröfn Daníelsdóttir stjórnarmeðlimur og ritari stjórnar Fíh hefur sagt af sér stjórnarstörfum þar sem hún er að hefja störf hjá Fíh. Því er embætti ritara stjórnar Fíh laust.
Afgreiðsla: Anna María Þórðardóttir var kosin ritari stjórnar.
Til umræðu:
- Drög að dagskrá afmælis 100 ára afmælis Fíh 2019
Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri og Aðalbjörg Finnbogadóttir sviðsstjóri fagsviðs sátu þessa umræðu.
Steinunn Sigurðardóttir formaður afmælisnefndar 100 ára afmælis Fíh kynnti drög að dagskrá fyrir afmælisárið 2019 og fjárhagsáætlun.
Helstu þættir í afmælisdagskrá eru:
- Opnunarhátíð 15. janúar.
- Viðburðir fag- og landsvæðadeilda í mars og október.
- Sýning í Árbæjasafni frá júní til október/nóvember.
- Fjölskylduhátíð 15. ágúst á Árbæjarsafni.
- Stytta til minningar um Halldóru Gunnsteinsdóttur, konu Vígaglúms
- Hátíðardagskrá 15. nóvember.
Afgreiðsla: Umræður um tilgang og markmið afmælisársins, viðeigandi viðburði og kostnað. Stjórn sammála um að Eldborg væri of stór vettvangur og viðburðurinn of dýr fyrir dagskrá að degi til. Ákveðið að fella þann lið niður og gera aðra liði veglegri á afmælisárinu. Formanni afmælisnefndar verður falið að gera kostnaðaráætlun sem kynnt verður fyrir stjórn á næsta fundi.
Niðurstöður eftir umræðu innan stjórnar Fíh:
- Opnunarhátíð 15. janúar: möguleiki á að gera veglegri þar sem felld verður niður dagskrá að deginum til í Hörpu 15. nóvember. Afmælisnefndin skoðar það frekar. Samþykkt.
- Viðburðir fag- og landsvæðadeilda: Hafa óbreytt. Áætlað er í það í dag 6 milljónir miðað við að allar deildir myndu nýta sér fullan styrk. Í ljósi fyrri nýtingar deilda á fjárstyrkjum telur stjórn ólíklegt að allt þetta fjármagn verði notað. Í annað skiptið er áætlað að deildirnar hafi meiri áherslu inn á við, þ.e. að hjúkrunarfræðingunum sjálfum og í hitt skiptið út á við, þ.e. að gera hjúkrun sýnilegri út í samfélagið. Samþykkt.
- Útgáfa afmælistímarits: Guðbjörg og Aðalbjörg munu hafa samband við áður skipaða ritnefnd afmælistímarits og fara yfir stöðuna. Samþykkt.
- Sýning í Árbæjarsafni: Mjög ánægjulegt verkefni sem jafnvel gæti átt eftir að stækka með aðkomu muna- minjanefndar, lengd sýningar, o.frv. Samþykkt.
- Fjölskylduhátíð 15. ágúst á Árbæjarsafni: Samþykkt
- Stytta til minningar um Halldóru Gunnsteinsdóttur, konu Vígaglúms. Fjármögnun á vegum afmælisnefndar.
- Hátíðardagskrá 15. nóvember: Stjórn sammála um að hætta við dagskrá að deginum til í Hörpu en byrja kvöldviðburðinn fyrr. Samþykkt.
- Staða kjaramála
Gunnar Helgason sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs kynnti meginverkefni haustsins en þau beinast fyrst og fremst að stofnanasamningum. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur gengið frá stofnanasamningi og samningar við Eir eru langt komnir. Viðræður eru í gangi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Heilbrigðisstofnun Vesturlands og eru að hefjast við Heilbrigðisstofnun Austurlands. Sagt var frá verkefni Landspítala um jafnlaunavottun og möguleg áhrif hennar. Farið var yfir stöðu nokkurra mála sem Fíh er að reka með lögfræðingi, fyrir hönd félagsmanna.
Afgreiðsla: Umræður.
- Fréttir frá fagsviði
Aðalbjörg Finnbogadóttir sviðsstjóri fagsviðs kynnti væntanlegan arftaka sinn í starfi, Eddu Dröfn Daníelsdóttur og verkefni komandi starfsárs. Starf fagsviðs mun litast af afmælisárinu 2019. Föst verkefni eru framundan, t.d. undirbúningur hjúkrunarþings í nóvember og ráðstefnunnar Hjúkrun 2019 sem haldin verður í Hofi, Akureyri í september að ári og námskeið á vegum félagsins sem beinast fyrst og fremst að heilsu og vellíðan félagsmanna. Ánægja hefur verið hjá félagsmönnum með þessi námskeið og hafa þau verið vel sótt. Fagsviðið styður áfram við uppbyggingu landsvæðadeilda en nú hafa 5 deildir verið stofnaðar og samþykkt var á síðasta aðalfundi að stofna 5 til viðbótar.
Afgreiðsla: Umræður.
- Helstu áherslur í starfi Fíh skv. starfsáætlun
Farið var yfir starfsáætlun.
Afgreiðsla: Ákveðið að hafa vinnudag stjórnar 17. og 18. september.
Til kynningar:
- Móttaka nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga hjá Fíh 21. september 2018
Föstudaginn 21. september milli kl. 16-20 verður árleg móttaka nýbrautskráðra hjúkrunarfræðinga í húsnæði Fíh. Þar verða þeir boðnir velkomnir í félagið auk þess sem þeir munu fá afhenta nælu félagsins.
- SSN ráðstefna í Reykjavík um kjaramál hjúkrunarfræðinga á norðurlöndunum 26. - 27. September 2018
Eva Hjörtína Ólafsdóttir kynnti árlega ráðstefnu SSN (samtök hjúkrunarfélaga á norðulöndunum) sem verður haldin að þessu sinni í Reykjavík. Ráðstefnan mun fjalla um kjaramál, launasetningu, vinnurétt og jafnlaunavottun. Að vanda hittast norrænir hjúkrunarnemar hjá stjórn SSN auk þess sem þeir sitja ráðstefnuna. Ráðstefnan verður á ensku. Stjórn Fíh mun hitta stjórn SSN 25. september.
Anna María Þórðardóttir, ritari Fíh