16.
október 2018
þriðjudaginn 16. október 2018 kl. 09:00-13:00
Mættir: Anna María Þórðardóttir, Arndís Jónsdóttir, Gísli Nils Einarsson, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, Halla Eiríksdóttir (fjarfundur) og Hildur Björk Sigurðardóttir.
Gestir: Helga Harðardóttir formaður Orlofssjóðs.
Til afgreiðslu
- Fundargerð 3. fundar stjórnar Fíh lögð fram til samþykktar.
Afgreiðsla: Samþykkt. - Þóknun fyrir stjórnarsetu - gæðaskjal.
Afgreiðsla: Samþykkt. - Merki (logo) fagdeildar í upplýsingatækni.
Afgreiðsla: Samþykkt.
Til kynningar
- Fréttir frá fundi Evrópusamtaka hjúkrunarfélaga (EFN). Megin umfjöllunarefni fundsins var kynningarátakið Nursing Now (www.nursingnow.org) sem er upprunið hjá ICN. Á fundi SSN í lok september var ákveðið að vera með sérstakt átak norðurlandaþjóðanna sex, Nursing Now Nordic en þetta eru fyrstu þjóðirnar sem verða með sameiginlegt átak í þessum málum. Sem hluta af átakinu hafa norðurlöndin m.a. sammælst um að samræma í löndunum stöðu "chief nursing officer" en sú staða var lögð niður hjá Embætti Landlæknis fyrir nokkru síðan. Þetta embætti var endurvakið hjá WHO fyrir tveim árum og búið er að koma því á aftur t.d. í Svíþjóð, Írlandi og Skotlandi.
- Eurpean Nursing Research Foundation (ENRF) Trúnaðarmál.
Til umræðu
- Fréttir frá stjórn Orlofssjóðs
Helga Harðardóttir formaður stjórnar Orlofssjóðs kom á fundinn með upplýsingar og tillögur frá stjórn sjóðsins fyrir næsta starfsár. Lögð var könnun fyrir félagsmenn sl. vor og hélt nefndin stefnumótunarfund í lok ágúst þar sem unnið var með niðurstöður könnunarinnar og lögð upp áhersluatriði fyrir næsta ár. Farið var yfir fjármögnun sjóðsins (0,25%) . Hlutfall félagsmanna sem nýtir sér orlofssjóðinn er 40%.
Afgreiðsla: Stjórn samþykkti þessa tillögur. Ákveðið er að bjóða Helgu aftur að vori á stjórnarfund til að fara fara yfir stöðu mála hjá Orlofssjóði. - Launakjör starfsmanna Fíh - Trúnaðarmál.
Afgreiðsla: Áframhaldandi umræður og vinna stjórnar. - Skýrsla frá Finnska hjúkrunarfélaginu um ný hlutverk hjúkrunarfræðinga
Finnska hjúkrunarfélagið hefur lagt fram afar vel unna skýrslu um víkkað starfsvið hjúkrunarfræðinga í Finnlandi https://sairaanhoitajat.fi/wp-content/uploads/2018/06/apn_raportti_eng_valmis_pieni.pdf .
Umræður meðal stjórnarmeðlima. Ekki er hægt að heimfæra allt í skýrslunni yfir á Ísland en mjög gott innlegg inn í vinnuna um víkkað starfssvið íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fíh mun vinna að þessu áfram. - Starfsáætlun stjórnar – framhald. Stjórn fór yfir starfsáætlun og stöðu verkefna.
Önnur mál
- Skóflustunga að nýjum meðferðarkjarna. Formaður Fíh tók þátt í skóflustungu að nýjum meðferðarkjarna við Landspítala þann 13. október sl.
- Kvennafrí. Fíh stendur að baráttufundi á Arnarhóli á kvennafríi 24. október nk. ásamt fjölda samtaka kvenna og launafólks. Kjörorð fundarins er "Breytum ekki konum, breytum samfélaginu". Fíh hvetur félagsmenn til að mæta á fundinn og sýna samstöðu.
- Hjúkrunarþing verður haldið fimmtudaginn 15. nóvember í samstarfi við deild hjúkrunarstjórnenda og ber yfirskriftina „Þú hefur valdið – leiðtogafærni og forysta“. Búið er að birta dagskrána en á þinginu verða margir spennandi fyrirlesarar. Skráing er hafin og kostar aðeins kr. 2.500 að taka þátt.
- Lokun hjartagáttar. Stjórn Fíh fjallaði um lokun hjartagáttar á Landspítala vegna manneklu hjúkrunarfræðinga. Megin áhersla félagsins snýr að því að styðja við hjúkrunarfræðingana og tryggja að ekki sé brotið á réttindum þeirra við lokun deildarinnar.
Fundi slitið kl. 12:50.
Næsti fundur stjórnar er áætlaður miðvikudagur 14. nóvember 2018 kl. 10:30.
Anna María Þórðardóttir ritari Fíh