Mættir:
Aðalbjörg Finnbogadóttir verkefnastjóri á fagsviði, Edda Dröfn Daníelsdóttir sviðsstjóri fagsviðs Fíh, Lóa Maja Stefánsdóttir , Fanney Svala Óskarsdóttir og Hildur Björk Bjarkardóttir.
Dagskrá:
1. Nýr sviðstjóri fagsviðs kynntur.
Edda Dröfn Daníelsdóttir hélt stutta kynningu um sig.
2. Kynning á fagsviði Fíh.
Aðalbjörg kynnti starfsemi fagsviðsins fyrir fundargestum.
3. Hlutverk landsvæðadeilda.
Aðalbjörg kynnti einnig hlutverk landsvæðadeilda.
4. Kynning á starfsemi landsvæðadeilda.
Lóa Maja Stefánsdóttir formaður deildar hjúkrunarfræðinga við Eyjafjörð:
Fundur var haldinn 16. janúar og Lóa var kosinn formaður.
Það eru 62 skráðir hjúkrunarfræðingar í deildinni og félagsgjaldið er kr. 2.500 kr en 449 hjúkrunarfræðingar á þessu svæði.
Deildin er með lokaðan hóp á Facebook þar sem ýmsar upplýsingar eru settar inn þar á meðal fundargerðir, félagsfundir og ýmsir viðburðir auglýstir.
Deildin er búin að vera virk í að kynna starfsemi deildarinnar og fóru meðal annars í viðtal í janúar á N4 til að kynna deildina og fengu hjúkrunarfræðinga af ýmsum sviðum til að skrifa greinar. Búið er að birta 10 greinar í Vikudegi og er planið að halda áfram að birta grein einu sinni í mánuði.
Deildin tók einnig þátt í Viku hjúkrunar í maí síðast liðnum með því m.a. að fá dagskrá frá LSH streymt norður og einnig var deildin með sýningu og fyrirlestra á göngum SAk.
Í skoðun er að auka samstarf við lækna til dæmis með að vera með sameiginlegt haustþing þar sem hægt er að kynna störf hjúkrunarfræðinga.
Næsti félagsfundur er áætlaður í janúar 2019
Verið að kanna möguleikann á að Guðbjörg Pálsdóttir sérfræðingur í hjúkrun komi norður og verði með sáranámskeið.
Hildur Björk Bjarkardóttir formaður deildar hjúkrunarfræðinga í Vestmannaeyjum :
Ný stjórn var kosin árið 2017
44 hjúkrunarfræðingar eru skráðir í deildina og félagsgjaldið er kr. 3.500.
Deildin hefur staðið fyrir ýmsum viðburðum eins og jólafundum og halda hátíðlega upp á 12 maí.
Ýmis konar fræðsla hefur verið í boði fyrir meðlimi deildarinnar þar á meðal sáranámskeið Guðbjargar Pálsdóttur sérfræðings í hjúkrun.
Búið er að stofna Facebook hóp þar sem ýmsar hagnýtar upplýsingar eru settar inn fyrir meðlimi deildarinnar.
Deildin hefur verið í fjáröflun með því að bjóða upp á bólusetningar og heilsufarsmælingar í fyrirtækjum.
Deildin er að skipuleggja vorferð 2019 og Aðalbjörg minnti á reglur starfsmenntunarsjóðsins varðandi kynnisferðir erlendis.
Næsti aðalfundur er fyrirhugaður vorið 2019
Fanney Svala Óskarsdóttir formaður deildar Akranes og nágrenni:
Stjórnin er frekar nýtekin við og 32 félagsmenn á Akranesi og nágrenni eru í henni.
Skráning félagsmanna hefur farið í gegnum vefsíðu Fíh og hefur það gengið misvel.
Félagsmenn sem eru 65 og eldri borga ekki félagsgjöld.
Deildin hélt aðalfund í vor í samstarfi við Medor og var kynning á vöruúrvali frá Medor.
Jólafundur er áætlaður í lok nóvember þar sem meðal annars verður fjallað um núvitund og stress.
5. Styrkir til landsvæðadeilda
Aðalbjörg sagði frá styrkveitingum til landsvæðadeilda sem er kr. 400 þúsund og þar af er gert ráð fyrir 100 þúsund í kostnað vegna fundarsala.
6. Umræður og önnur mál
Formenn landsvæðadeilda ætla að búa til lokaðan FB hópur þar sem þær geta viðrað hugmyndir og deilt reynslu sinni.
Fundi slitið kl. 12:00.
Edda Dröfn Daníelsdóttir, sviðsstjóri fagsviðs
31.
október 2018