Hjukrun.is-print-version

Fundur fagsviðs og formanna fag- og landsvæðadeilda október 2018

RSSfréttir
31. október 2018

Mættir: 

Rebekka Rós Þorsteinsdóttir fagdeild svæfingahjúkrunarfræðinga, Steinunn Sigurðardóttir Öldungadeild, Hlíf Guðmundsdóttir fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga, Alda Gunnarsdóttir fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga, Margrét Marín Arnardóttir Innsýn, Kristín Kristinsdóttir fagdeild skurðhjúkrunarfræðinga, Ásta Thoroddsen fagdeild um upplýsingatækni, Kristbjörg Jóhannsdóttir, fagdeild þvagfærahjúkrunarfræðinga, Karitas Gunnarsdóttir fagdeild barnahjúkrunarfræðinga, Margrét Björnsdóttir fagdeild nýrnahjúkrunarfræðinga, Sólrún Ólína Sigurðardóttir fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga, Harpa Sóley Snorradóttir fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga, Elín Ögmundsdóttir fagdeild sérfræðinga í hjúkrun, Lóa Maja Stefánsdóttir deild hjúkrunarfræðinga við Eyjafjörð, Hildur Björk Bjarkadóttir deild hjúkrunarfræðinga í Vestmannaeyjum, Fanney Svala Óskarsdóttir deild hjúkrunarfræðinga á Akranesi og nágrenni, Guðbjörg Pálsdóttir formaður Fíh og Aðalbjörg J. Finnbogadóttir verkefnastjóri fagsviðs Fíh.

Gestir fundarins :
Harpa Júlía Sævarsdóttir sérfræðingur í kjaramálum á kjara- og réttindasviði Fíh sem tók til starfa í haust og kynnti sig á fundinum.

Dagskrá:

1. Nýr sviðsstjóri fagsviðs kynntur
Edda Dröfn Daníelsdóttir hélt stutta kynningu og boðin velkomin til starfa.

2. Nýjar landsvæðadeildir boðnar velkomnar
Formenn frá deild hjúkrunarfræðinga á Akranesi og nágrenni, deild hjúkrunarfræðinga við Eyjafjörð og deild hjúkrunarfræðinga í Vestmannaeyjum kynntu sig.

3. 100 ára afmæli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2019
Dagskrá afmælisársins kynnt. Steinunn Sigurðardóttir formaður afmælisnefndar og Aðalbjörg J. Finnbogadóttir:
Fjölbreyttir viðburðir sem dreifast yfir allt árið enda er félagið stórt og mikið félag með mikla sögu. Fyrsti viðburðurinn er 15. janúar á Hilton með móttöku, ávörpum og söngatriðum. Í mars/apríl fara fram viðburðir/kynningar frá fag- og landsvæðadeildum. Einnig verður sérstök afmælisterta sem deildirnar geta boðið félagsmönnum upp á til dæmis á aðalfundum. Þann 12. maí er fyrirhugað að vera með hjúkrunarfræðingamessu þar sem þessi dagur ber upp á sunnudag og aðalfundur Fíh verður haldinn 16. maí á Grand Hótel. 19. júní opnar sýningin í Árbæjarsafni „Hjúkrun í fortíð, nútíð og framtíð“. Fagdeildir geta verið með uppákomur/viðburði á meðan sýningin stendur. 15. ágúst er fjölskyldudagur á Árbæjarsafni sem er tileinkaður börnum hjúkrunarfræðinga og börnum sem þeir hafa sinnt. Ýmsir viðburðir og skemmtiatriði og boðið upp á veitingar. Ráðstefnan Hjúkrun 2019 verður haldin 26 & 27 september á Akureyri. Í október er fyrirhugað að fag- og landssvæðadeildir verði með kynningu á starfsemi sinni fyrir almenning. Afmælisárið endar á hátíðarkvöldverði í Hörpu 15. nóvember.
Annað tengt afmælisárinu:
Afmælisrit verður gefið út og sérstök ritnefnd mun sjá um það. Einnig er verið að skoða möguleikann á að reisa styttu af Halldóru Gunnsteinsdóttur fyrstu hjúkrunarkonu Íslands fyrir framan anddyri hins nýja Landspítala. Minjagripur verður búinn til og verður seldur og afmælisterta sem hægt verður að kaupa.
Veitt er 25 miljónum í viðburði á vegum afmælisnefndar og geta fagdeildirnar sótt um allt að 200 þúsund króna aukastyrk vegna viðburða og kynninga á þeirra vegum. Styrkirnir eru greiddir gegn framvísun kvittana.
Sýning í Árbæjarsafni 19. júní. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir
Sýningin mun standa yfir frá 19. júní –20. október á Árbæjarsafni.
Fræðsla verður fyrir fjölskyldu -og barnahópa.
Sýningin verður á þremur stöðum á Árbæjarsafni.
Á sýningunni verða gripir og ljósmyndir, viðburðir, leiðsagnir, fyrirlestrar, umræður o.fl. Árbæjarsafn er mjög áhugasamt um sýninguna og þeir hjúkrunarfræðingar sem vilja taka þátt í sýningunni geta haft samband við Önnu Þorbjörgu eða Bergdísi Kristjánsdóttur.
Hlutur fag- og landsvæðadeilda á afmælisári
Í mars/apríl fara fram viðburðir/kynningar frá fag- og landsvæðadeildum. Einnig verður sérstök afmælisterta sem deildirnar geta boðið félagsmönnum upp á til dæmis á aðalfundum.
Til dæmis er hægt að skrifa greinar sem birtast í fjölmiðlum, vefsíðu Fíh og Facebook síðu félagsins, hægt er að skipuleggja ráðstefnur og/eða fræðslufundi.
Í september/október er fyrirhugað að fag- og svæðisdeildir verði með kynningu á starfsemi sinni fyrir almenning. Til dæmis er hægt að vera með veggspjaldakynningu í Kringlunni eða Smáralind, útvarps/ eða sjónvarpsviðtöl o.fl.
Öldungadeild er með ráðstefnu í vinnslu og ætlar að bjóða félögum öldungadeilda annarra heilbrigðisstétta á ráðstefnuna.
Hægt er að nota helstu samfélagsmiðla- Facebook, Instagram, Snapchat í kynningarstarfsemi.
Lóa kynnti það sem Eyjafjarðardeildin er að gera – veggspjöld á Glerártorgi og viðtal á N4 til að kynna starfsemina.
Hlíf hvetur til að skoða gamlar greinar sem hafa verið í Tímariti hjúkrunarfræðinga fyrir afmælisárið og setja í fjölmiðla.
Heimahjúkrun ætlar að gera fleiri myndbönd og kynna þau í fjölmiðlum.

4. Samstarf fagsviðs og fagdeildar stjórnenda í hjúkrun. Edda Dröfn Daníelsdóttir.
Edda sagði frá Hjúkrunarþingi sem haldið verður 15. nóvember n.k. og áframhaldandi vinnu með deildinni eftir þingið.

5. Umræður:
Steinunn Sigurðarsóttir formaður Öldungadeildarinnar kynnti deildina og fyrirhugaða starfsemi hennar á afmælisárinu. Sagði hún að það væri góður tónn fyrir afmælisárinu.
Öldungadeildin- tæplega 500 félagar.
Á haustfundi 2017 hjá öldungadeildinni var ályktað um stofnun Muna-og minjanefndar og var erindið sent stjórn Fíh. Í framhaldinu var stofnuð muna og minja nefnd félagsins. Ingibjörg Pálmadóttir er formaður nefndarinnar en auk hennar eru fjórir nefndarmenn, tveir frá félaginu og einn frá HÍ og HA.
Samþykkt í öldungadeildinni að endurgera slörhatt Sigríðar Eiríksdóttur.
Á árinu eru venjulega 4 viðburðir- aðalfundur, sumarferð, haust og jólafundur.
Í tilefni afmælisársins verða þeir sniðnir sérstaklega að dagkrá ársins og verður m.a. hópferð á Árbæjarsafn þann 19. júní.
Fyrirlestrar á ráðstefnu öldungadeildarinnar munu snúast um að efla heilsu og annað sem gefur lífinu lit.
Lóa vill seinka fundartímum til 09:30 svo að landsvæðafólkið geti náð að koma með flugi til Reykjavíkur. 


Hlíf Guðmundsóttir formaður fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga
sagði m.a. frá til Vestmannaeyja og Málþinginu – Dagur öldrunarþjónustu sem var vel sótt . Deildin er tilbúin í samstarf við hvaða deild sem er.

Alda Gunnarsóttir meðstjórnandi í stjórn fagdeildar lungnahjúkrunarfræðinga sagði frá starfi deildarinnar m.a. norrænu lungnaþingi næsta vor þar sem hjúkrun verður gert hátt undir höfði og þverfaglegum hóp um súrefnisþega.

Margrét Björnsdóttir formaður fagdeildar nýrnahjúkrunarfræðinga sagði frá m.a. sameiginlegum fræðslufundi um ígræðslusjúklinga.
Lóa bendir á að það var mjög fínt að fá fræðslufundi á vegum fagdeilda tekna upp og þeir sýndir á Facebook svo þeir geti nýst fleirum sérstaklega hjúkrunarfræðingum á landsbyggðinni.

Rebekka Rós Þorsteinsdóttir formaður fagdeildar svæfingahjúkrunarfræðinga sagði frá deildinni. Þetta er ekki fjölmenn deild og oft erfitt að halda uppi starfsemi. Samstarf við aðrar deildir mikilvægt og verður unnið með fagdeild gjörgæsluhjúkrunarfræðinga næsta vor 30.maí og 01.júní.
Sagði hún frá kyrrðarjóga námskeiði sem hún hefur haldið fyrir félagsmenn Fíh.

6. Önnur mál
Engin


Fundi slitið kl. 16:00
Edda Dröfn Daníelsdóttir sviðsstjóri fagsviðs








Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála