Hjukrun.is-print-version

Frá sjónarhóli hjúkrunarfræðinga

1. tbl. 2018
Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Helgason og Aðalbjörg Finnbogadóttir

„Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa“ er heiti á skýrslu sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) gaf út um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga í byrjun árs 2017. Skýrslan sýndi, líkt og fyrri skýrslur félagsins, sláandi niðurstöður um það hversu marga hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á heilbrigðisstofnunum á Íslandi. Ríkisendurskoðun gaf einnig út skýrslu í október 2017 sem fjallaði um hjúkrunarfræðinga; mönnun, menntun og starfsumhverfi en þar var fjallað um skort á hjúkrunarfræðingum og áhrif hans á heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Báðar þessar skýrslur gefa greinargóða lýsingu á hvað marga hjúkrunarfræðinga vantar til starfa innan hins íslenska heilbrigðiskerfis. En hver er sýnin á ástandið frá sjónarhóli hjúkrunarfræðinga sjálfra? Til að fylla betur upp í þá mynd ákvað stjórn Fíh að gera könnun meðalstarfandi hjúkrunarfræðinga um viðhorf, líðan og ýmislegt annað sem við kemur starfi þeirra.

Greinina má lesa í fullri lengd í Tímariti hjúkrunarfræðinga - og með því að smella hér - í PDF formi á vefnum.

Höfundar: Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Helgason og  Aðalbjörg Finnbogadóttir

Félagið

Hjúkrun

Mönnunarmál

Vinnumarkaður

Pistlar

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála