Hjukrun.is-print-version

Streita, kulnun og bjargráð á meðal hjúkrunarfræðinga á bráðalegudeildum

1. tbl. 2020
Ritrýnd grein: Berglind Harpa Svavarsdóttir og Elísabet Hjörleifsdóttir

Berglind Harpa Svavarsdóttir, dagþjónustu aldraðra, Hlymsdölum, Egilsstöðum
Elísabet Hjörleifsdóttir, Háskólanum á Akureyri

Bakgrunnur:
Streita og kulnun í starfi er algeng á meðal hjúkrunarfræðinga, sérstaklega í yngri aldurshópum. Afleiðingarnar geta leitt til heilsubrests ef ekki er brugðist við vandamálinu snemma.

Tilgangur:
Könnun á streitueinkennum meðal íslenskra hjúkrunarfræðinga mánuðinn áður en þeir svöruðu spurningalistum um persónu-, vinnu- og skjólstæðingstengd kulnunareinkenni og bjargráð við erfiðar aðstæður.

Aðferð:
Lýsandi þversniðsrannsókn með notkun mælitækjanna Perceived Stress Scale (PSS), Copenhagen Burnout inventory (CBi) og Ways of Coping (WOC). rannsóknin er hluti af stærri rannsókn á tveimur íslenskum sjúkrahúsum. Tölfræðileg úrvinnsla var framkvæmd á svörum frá 164 þátttakendum.

Niðurstöður:
Þátttakendur yngri en 40 ára sýndu marktækt meiri streitu en þeir sem voru 40 ára eða eldri (p = 0,001). Þátttakendur sem starfað höfðu 10 ár eða skemursýndu marktækt alvarlegri streitu en þátttakendur sem starfað höfðu lengur en 10 ár (p = 0,004). Þátttakendur yngri en 40 ára sýndu marktækt verri kulnunareinkenni en þeirsem eldri voru: persónutengd (p = 0,011), starfstengd (p = 0,018), skjólstæðingstengd (p = 0,017). Marktækur munur var á mati þátttakenda eftir sviðum á því hvort mönnun væri í góðu lagi á vinnustað, á skurðlækningasviði (60%), á lyflækningasviði (40%) (p < 0,001). Marktæk neikvæð fylgni kom fram á milli streitu, aldurs og starfsaldurs, og á milli kulnunarþátta og aldurs, starfsaldurs, menntunar og mönnunar. Marktæk neikvæð fylgni var á milli þess að flýja af hólmi og aldurs, starfsaldurs og þess að sækjast eftir og nýta sér félagslegan stuðning. Marktæk neikvæð fylgni var á milli þess að flýja í huganum og starfsaldurs.

Ályktanir:
Niðurstöðum ber að taka með varúð vegna lítils úrtaks. Þær gefa til kynna að yngri hjúkrunarfræðingar eigi frekar á hættu að finna fyrir streitu og kulnun. Mælitækin PSS og CBi henta í rannsóknir á streitu og kulnun hjá hjúkrunarfræðingum, en þörf er á frekari endurbótum á WOC-spurningalistanum.

Lykilorð: Streita, kulnun, bjargráð, bráðalegudeild, hjúkrunarfræðingar.

1. tbl. 2020: Streita, kulnun og bjargráð á meðal hjúkrunarfræðinga á bráðalegudeildum

Fagið

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála