Hjukrun.is-print-version

Greinargerð og niðurstaða gerðardóms

RSSfréttir
1. september 2020

Ríkissáttasemjari hefur birt greinargerð og úrskurð gerðardóms samkvæmt miðlunartillögu ríkissáttasemjara frá 21. júní 2020 í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Greinargerðina og úrskurðinn má finna hér:

Greinargerð og úrskurður gerðardóms samkvæmt miðlunartillögu ríkissáttasemjara frá 21. júní 2020 í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs

Endanleg útfærsla á úrskurðarorðum gerðardóms liggur ekki fyrir. Fjármunum sem gerðardómur hefur úrskurðað um til heilbrigðisstofnana verður ráðstafað til endurskoðunar á stofnanasamningum. Vinna við endurskoðun stofnanasamninga hefst strax og skal lokið eigi síðar en í lok árs 2020. Breyttir stofnanasamningar munu þá gilda frá 1. september 2020.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála