Hjukrun.is-print-version

Samvinna hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum í 100 ár

RSSfréttir
8. september 2020

Hundrað ár eru liðin frá því að hjúkrunarfræðingar á Norðurlöndum komu á fót formlegum samstarfsvettvangi undir heitinu Samvinna hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN). Samstarfið var innsiglað á fundi í Kaupmannahöfn þann 8. september 1920 þar sem 1.000 hjúkrunarfræðingar komu saman með það að markmiði að berjast fyrir bættri menntun, vinnuaðstæðum og launum. Ísland hefur verið aðili að samtökunum frá 1923.

Hlutverk SSN er meðal annars að beina athygli sinni að þróun og eiga frumkvæði í málum sem hafa áhrif á hjúkrunarfræðinga og hjúkrun á norðurlöndum. Samvinnan á að leggja sitt af mörkum til áframhaldandi þróunar almennrar heilbrigðisþjónustu og hjúkrunar á Norðurlöndum.

Vakin verður athygli á 100 ára afmæli SSN á öllum Norðurlöndunum 8. September, meðal annars með útgáfu afmælistímarits sem gefið er út á öllum Norðurlandamálunum og fjallar um störf hjúkrunarfræðinga árið 2020:

 

 

 

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála