5.
nóvember 2021
Skrifað var undir stofnanasamning á milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarheimilanna Sunnuhlíðar Kópavogi, Seltjarnar Seltjarnarnesi og Skjólgarðs Höfn í Hornafirði 4. nóvember.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga annars vegar og Vígdísarholt hins vegar, gera með sér stofnanasamning um forsendur röðunar starfa við stofnunina. Samkomulag þetta byggir á kjarasamningi milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV).
Samningurinn gildir frá 1. september 2020. Nýr stofnanasamningur leysir af hólmi eldri stofnanasamning, samningurinn felur í sér breytingu á launasetningu hjúkrunarfræðinga.