Þriðjudaginn 25. október verður Hjúkrunarþing Fíh 2022 haldið á Grand Hótel Reykjavík undir yfirskriftinni: Stefna Fíh í hjúkrunar- og heilbrigðismálum.
Á þinginu verður unnið að aðgerðaráætlun til næstu þriggja ára sem byggir á stefnu Fíh í hjúkrunar- og heilbrigðismálum.
Stefnumið til umfjöllunar á Hjúkrunarþingi 2022
Dagskrá
09:00-09:10
Ávarp. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
09:10-09:20
Fyrirkomulag Hjúkrunarþings. Guðríður Sigurðardóttir, ráðgjafi og eigandi Attentus
09:20-10:20
Hópavinna
Hópur 2. Rétt þjónusta á réttum stað
10:20-10:30
Kaffi
10:30-11:30
Hópavinna.
Hópur 3. Fólkið í forgrunni
11:30- 12:15
Matur
12:15- 13:15
Hópavinna
Hópur 1. Forysta til árangurs
Hópur 4. Virkir notendur
Hópur 5. Skilvirk þjónustukaup
Hópur 6. Gæði í fyrirrúmi
Hópur 7. Hugsað til framtíðar
13.15-14:15
Hópstjórar. Kynningar á niðurstöðum úr hópavinnu
14:15-14:25
Samantekt úr hópavinnu. Edda Dröfn Daníelsdóttir, sviðsstjóri fagsviðs Fíh
14:30-14:40
Hjúkrunarþingi slitið. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Hjúkrunarfræðingar geta sótt um endurgreiðslu á ferðakostnaði í starfsmenntunarsjóð Fíh.
Þátttakendur skrá sig í hópa 1, 4, 5, 6 og 7 en allir taka þátt í hópavinnu í hópum 2 og 3 fyrir hádegi. Síðasti skráningadagur var miðvikudagurinn 19. október.
Flettiútgáfa: Stefna Fíh í hjúkrunar- og heilbrigðismálum til 2030
Stefna Fíh í hjúkrunar- og heilbrigðismálum til 2030