Fagdeild um samþætta hjúkrun stendur fyrir málþingi föstudaginn 14. október á Nauthól í Reykjavík milli kl. 12 og 16.
Dagskrá
11:30 Salurinn opnar. Vinsamlega mætið tímanlega.
12:00 Lilja Jónasdóttir, formaður Fagdeildar um samþætta hjúkrun.
12:05 Um gildi umhyggju og nærveru í hjúkrun. Erna Haraldsdóttir, hjúkrunarfræðingur PhD. Associate professor og stjórnandi rannsóknarsviðs í Person Centered Practice Research við Queen Margaret háskóla í Edinborg.
12:45 Hádegisverður.
13:25 Virðing í hjúkrun. Katrín Edda Snjólaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur í líknarteymi LSH.
13:45 Samkennd, af hverju skiptir hún máli? Þóra Jenný Gunnarsdóttir, dósent við HÍ, Rannveig Gylfadóttir, sérfræðingur í hjúkrun, og Lóa Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
14:15 Rannveig Björk Gylfadóttir leiðir æfingu: Samkennd í eigin garð.
14:25 Kaffihlé.
14:45 Hvers vegna kulnum við? Elfa Þöll Grétarsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun.
15:05 Áfall, hvað svo? Ég þarf að næra mig áður en ég næri þig. Sigrún Sigurðardóttir, dósent við Háskólann á Akureyri.
15:25 Töfraheimur hugleiðslu. Laufey Steindórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og jógakennari.
15:45 Laufey Steindórsdóttir leiðir slökun með gong.
16:00 Lok málþings.
Fundarstjóri er Helena Bragadóttir
Skráning er nauðsynleg vegna hádegisverðar. Skráið ykkur á netfangið vidbot18@gmail.com
Málþingið er frítt fyrir félagsmenn sem greitt hafa árgjald 2022.
Þátttökugjald fyrir aðra er 5.000 kr., léttur hádegisverður og kaffi innifalið.
Þátttökugjald er greitt með millifærslu inn á reikning: 528–26–3854. Kt. 671010-1590.