Hjukrun.is-print-version

Kjararáðstefna 2022

RSSfréttir
27. september 2022

Kjararáðstefna Fíh verður haldin dagana 3. og 4. október 2022 á Hótel Selfossi.

Kjararáðstefnan er ætluð trúnaðarmönnum hjúkrunarfræðinga auk annarra sem koma að komandi kjarasamningsviðræðum.

Á Kjararáðstefnunni verður lögð lokahönd á kröfugerð Fíh fyrir komandi kjarasamninga. Meðal annars verður unnið í vinnuhópum um starfsumhverfi og réttindi, rýnt verður í kannanir vegna kjarasamninga og styttingu vinnuvikunnar ásamt fræðslu. Farið verður í rútu frá Reykjavík þar sem gist verður í eina nótt á Hótel Selfossi.

Þetta er í fyrsta sinn sem Fíh heldur ráðstefnu af þessu tagi. Stór hópur trúnaðarmanna hefur þegar skráð sig. Trúnaðarmenn eru tengiliður milli félagsmanna Fíh og stjórnenda stofnanna annars vegar og milli félagsmanns og kjara- og réttindasviðs Fíh hins vegar. Trúnaðarmenn eru vel upplýstir um kjarasamninga og miðla þeir upplýsingum til félagsmanna á hverri starfseiningu. Allir hjúkrunarfræðingar sem láta sig kjaramál varða á sínum vinnustað eru hvattir til að gefa kost á sér til trúnaðarmannastarfa.

Hér má lesa nánar um hlutverk trúnaðarmanna Fíh

Hér má sjá dagskrá Kjararáðstefnu Fíh 2022

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála