Hjukrun.is-print-version

Fréttir

  • 17. september 2019

    17. september – Alþjóðlegur dagur tileinkaður öryggi sjúklinga

    Í maí síðastliðnum ákvað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að koma á árlegum alþjóðlegum degi sem tileinkaður væri öryggi sjúklinga. Markmið dagsins er að auka vitund fólks um öryggi sjúklinga, hvetja til samstöðu og aðgerða á heimsvísu og fá þannig fólk til að sameinast um að gera heilbrigðiskerfið öruggara en það er í dag.

  • 13. september 2019

    Hjartað slær á Landspítala

    Bylgja Kærnested, deildarstjóri á hjartadeild Landspítala, vissi ekkert hver Florence Nightingale var eða átti einhvern nákominn í hjúkrunarfræði þegar hún hún ákvað að skrá sig í hjúkrun eftir að hafa lokið stúdentsprófi við í Kvennaskólann í Reykjavík.

  • 09. september 2019

    Verkefna- og rannsóknarstyrkur SUMS

    Stjórn Samtaka um sárameðferð á Íslandi (SUMS) auglýsir þrjá styrki, hver að verðgildi allt að 200 þúsund krónum. Styrkirnir eru veittir verkefnum eða rannsóknum sem stuðla að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmast markmiðum SUMS.

  • 06. september 2019

    Hjúkrun 2019

    Framtíð, forvarnir og frumkvæði. Getur hjúkrun bjargð heilbrigðiskerfinu?

  • 06. september 2019

    Heillaður af gjörgæsluhjúkrun

    Árni Már Haraldsson byrjaði feril sinn innan heilbrigðisgeirans sem starfsmaður á deild 12 á Kleppi og vann þar meðfram hjúkrunarnáminu í 50% starfi. Eftir verknám á gjörgæslu á þriðja ári í náminu varð ekki aftur snúið, en hann starfar nú sem deildarstjóri á gjörgæslu og vöknun við Hringbraut.

  • 04. september 2019

    Fíh harmar fyrirhugaðar breytingar á starfskjörum hjúkrunarfræðinga á Landspítala

    Í framhaldi af fundi formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og forstjóra Landspítala hefur spítalinn ákveðið að fresta tímabundið afnámi vaktaálagsauka til hjúkrunarfræðinga.

  • 03. september 2019

    Fyrirlesari HJÚKRUN 2019: Auðbjörg Bjarnadóttir

    Auðbjörg starfar á heilsugæslustöðinni á Kirkjubæjarklaustri sem er ein af mörgum starfsstöðvum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

  • 02. september 2019

    Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mótmælir skerðingu á kjörum hjúkrunarfræðinga

    Síðastliðinn föstudag fékk Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tilkynningu frá Landspítala um að framkvæmdastjórn spítalans hafi ákveðið að hætta að greiða hjúkrunarfræðingum vaktaálagsauka frá og með 1. september sl.

  • 30. ágúst 2019

    Fyrirlesari HJÚKRUN 2019: Ian Setchfield

    Ian Setchfield er einn gestafyrirlesara á HJÚKRUN 2019, en hann kemur í stað Oliver Philipps sem þurfti frá að hverfa.

  • 30. ágúst 2019

    Úr garðyrkju í hjúkrun

    Áhugasvið Bergljótar Þorsteinsdóttur beindist fljótt að heilsugæsluhjúkrun en hún hefur lengst af unnið við að efla heilbrigði skólabarna og stuðla að velferð og vellíðan þeirra og fjölskyldna.

  • 28. ágúst 2019

    Staða kjarasamningsviðræðna

    Samningaviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar ríkisins (SNR) hófust aftur eftir hlé um miðjan ágúst.

  • 28. ágúst 2019

    Viðurkenning Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga á Rannsókna- og þróunarsetri um ICNP® á Íslandi

    Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (International Council of Nurses, ICN) hefur samþykkt stofnun Rannsókna- og þróunarseturs um ICNP á Íslandi (ICN Accredited ICNP Research & Development Centre in Iceland).

  • 23. ágúst 2019

    Þýsk unglingabók um hjúkrunarfræðing í Bólivíu var kveikjan að framtíðarstarfinu

    Helga Bragadóttir fékk hugmyndina að því að fara í hjúkrun eftir lestur á þýskri unglingabók í Þýskalandi jólin 1977 þar sem hún dvaldi sem skiptinemi 17 ára gömul.

  • 15. ágúst 2019

    Fyrirlesari HJÚKRUN 2019 : Anne Marie Rafferty

    Fimmtudaginn 26. september mun Anne Marie Rafferty vera með fyrirlestur.

  • 13. ágúst 2019

    Óseðjandi forvitni um mannlegt eðli

    Hrafn Óli Sigurðsson, sérfræðingur í geðhjúkrun, hefur verið búsettur í New York meira og minna undanfarin 30 ár.

  • 09. ágúst 2019

    Ætlaði alls ekki að verða hjúkrunarfræðingur

    Sigríður Elísabet Árnadóttir er ekki ein þeirra sem dreymdi um að fara í hjúkruni, og hvað þá í skólahjúkrun enda lafhrædd við sprautur.

  • 19. júlí 2019

    Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður í brennidepli 2020

    Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ákveðið að tileinka hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum árið 2020.

  • 15. júlí 2019

    Golfmót hjúkrunarfræðinga

    Árlegt golfmót hjúkrunarfræðinga fór fram að Hamri 20. júní 2019.

  • 15. júlí 2019

    Hvatning til tilnefningar Friðaverðlauna Nóbels

    Hjúkrunarfræðingar hvattir til að tilnefna hjúkrunarfræðingana Marianne og Margaritha til Friðarverðlauna Nóbels.

  • 15. júlí 2019

    Formannspistill

    Nú yfir hásumarið er hlé í kjaraviðræðum við viðsemjendur félagsins enda reynslan sýnt að lítið gengur í þeim á þessum árstíma. Ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitafélaga (SNS) hafa samið við Fíh um innágreiðslu vegna tafa í samningaviðræðum og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) hafa hvatt sín aðildarfélög til að gera slíkt hið sama. Upphæðin er sambærileg við það sem lífskjarasamningurinn hefði fært hjúkrunarfræðingum á sama tíma og kemur til greiðslu 1. ágúst.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála